Miðvikudagur 24. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Miðgarður fær ekki að halda leiki í efstu deild karla þrátt fyrir fullyrðingar bæjarstjórnar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

KSÍ hefur ákveðið að veita milljarðahöllinni í Garðabæ, Miðgarði, vallarleyfi C. Þýðir það að leikir í næst efstu og efstu deild kvenna í knattspyrnu geta farið fram í höllinni og leikir í næst efstu deild karla en ekki í þeirri efstu.

Mannlíf hefur lengi beðið eftir svari frá KSÍ um niðurstöðu sína varðandi vallarleyfi til handa Miðgarði en samskiptastjóri Garðabæjar fullyrti í mars að KSÍ hefði gefið grænt ljós á að leikir gætu farið fram í efstu deildum kvenna og karla. Það er hins vegar ekki staðreyndin eins og nú er komið í ljós. Stjórn KSÍ hefur sem sagt veitt Miðgarði vallarleyfi C með fyrirvara um að lokið verði við minniháttar úrbætur. Höllin getur einnig verið varaleikvangur liðs í efstu deild karla „að uppfylltum ákveðnum skilyrðum“ líkt og það er orðað í svari KSÍ. Snúa þau skilyrði meðal annars að sætafjölda og aðstoðu fjölmiðla og sjónvarps. Eins og frægt er orðið er áhorfendastæðið í milljarðahöllinni ansi sérstakt því aðeins sést um 80-85 prósent af vellinum fyrir alla aðra en þá sem standa upp við handriðið sem næst er vellinum.

Séð frá hinu sérkennilega áhorfendastæði Miðgarðs
Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

Fannar Helgi Rúnarsson, sem er meðlimur í stjórn KSÍ svaraði fyrirspurnum Mannlífs í dag en svarið má lesa hér að neðan.

„Miðgarður mun fá útgefið vallarleyfi C.

Úr fundargerð stjórnar (Hefur ekki verið birt)

Stjórn samþykkti að veita Miðgarði vallarleyfi C með fyrirvara um að lokið verði við þarfar minniháttar úrbætur.

- Auglýsing -

Sem þýðir að Miðgarður verður gjaldgengur sem aðalleikvangur liðs í efstu og næst efstu deild kvenna og í næst efstu deild karla að þessum forsendum uppfylltum.

Miðgarður (með C vallarleyfi) getur jafnframt verið varaleikvangur liðs í efstu deild karla að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, sem snúa m.a. að sætafjölda og aðstöðu fjölmiðla/sjónvarps.

Dæmi um slíkt er t.d. staða Keflavíkur  við upphafs keppni í Bestu deild karla 2023. Í þessu tilfelli veitti mótanefnd KSÍ Keflavík undanþágu um að spila á þeim leikvelli.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -