1
Fólk

Gunna Dís byrjuð í nýrri vinnu

2
Fólk

Fyrrum ungfrú Ísland vill vinna fyrir Höllu forseta

3
Heimur

Hin 18 ára Hanna er týnd í Svíþjóð

4
Innlent

Héraðsdómur dæmdi Alla í fangelsi

5
Fólk

Leikari selur í Hafnarfirði

6
Heimur

Mjög alvarleg líkamsárás á vinsælum áfangastað Íslendinga

7
Fólk

Svala fór óvænt með ömmu sinni út að borða

8
Innlent

Þrír fluttir á sjúkrahús eftir bílslys

9
Heimur

Feðgar fóru í háttinn með kvefeinkenni en létust í svefni

10
Pólitík

Birta lista yfir stuðningsmenn Heiðu borgarstjóra

Til baka

Mikið trygglyndi innan fjölskyldu Sigmundar: „Menn svikju ekki KEA“

Sigmundur Ernir Rúnarsson alþingismaður rifjar upp sögu frá því að hann bjó á Akureyri.

Sigmundur Ernir Rúnarsson
Mynd: Stundin/Kristinn Magnússon

Alþingismaðurinn Sigmundur Ernis Rúnarsson rifjar upp áhugaverða fjölskyldusögu frá því að hann bjó á Akureyri en hann skrifaði pistil um fatamál sem kom upp innan fjölskyldu hans.

„Það var einhver fullnusta í orðinu. KEA hafði svarið við því sem að var spurt. Og löngum var það svo í endilöngum Eyjafirðinum að ef það fékkst ekki í Kaupfélaginu, þá þurfti maður ekki á því að halda,“ skrifaði Sigmundur í pistlinum sem birtist á Akureyri.net.

„Það var að minnsta kosti almælt í fjölskyldu minni, og gekk raunar miklu lengra í munni marga þeirra hörðustu í ættboganum þeim arna, því ef það fékkst ekki í búðinni okkar, þá var það ekki til – og hafði ekki verið framleitt.“

En honum er minnisstæðust sagan af móðurömmu sinni sem hafði einsett sér, ein og sömu jólin, að kaupa nýja nælonskyrtu á bónda sinn í tilefni hátíðanna. En hún var þá að verða veik á saumunum  og ekki lengur í boði að láta hann sjá sig svona aflaga til fara.

Ein blússa

„En á síðustu dögum aðventunnar kom í ljós að skyrturnar af sömu sortinni voru uppurnar í Herrafatadeild KEA. Og hvað var til ráða? Flíkina varð hann að fá. Hún laumaði sér inn í Amaro, svo lítið bar á, og verslaði þar eina blússu á ektamakann. Hann yrði ekki í nokkrum færum að sjá muninn.

Annað kom á daginn. Afi fann það sjálfsagt á lyktinni. Strax og hann var búinn að taka utan af gjöfinni sá hann að samvinnuhugsjónin lék ekki um sjálfa flíkina, en hún væri líklega úr búðum auðvaldsins. En hvort kona sín hefði svikið lit?“ skrifar ritstjórinn fyrrverandi.

Forboðinn fatnaður

Samkvæmt Sigmundi játaði hún á sig sökina með kökk í hálsinum á öðrum degi jóla.

„Það segir svo af samvistum hjónanna í Gilsbakkavegi að afi hafði það ekki í sér að skila skyrtunni, því hann færi ekki inn í hvaða búðir sem væri, og hann vildi heldur ekki henda henni, enda gjöf frá ektakvinnu sinni, en hann myndi aldrei ganga í þessum forboðna fatnaði. Það væri hans síðasta.

Menn svikju ekki KEA.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Óvíst hvort Gunna Dís muni lýsa Eurovision
Menning

Óvíst hvort Gunna Dís muni lýsa Eurovision

Fjölmiðlakonan hefur þótt frábær í því hlutverki
Hvarfið á Hönnu í Svíþjóð rannsakað sem morð
Heimur

Hvarfið á Hönnu í Svíþjóð rannsakað sem morð

Sígilt úthverfaeinbýli á sölulista
Myndir
Fólk

Sígilt úthverfaeinbýli á sölulista

Trump segist ekki bundinn af alþjóðalögum
Heimur

Trump segist ekki bundinn af alþjóðalögum

Viðkvæmir hvattir til að forðast útiveru í Reykjavík næstu daga
Innlent

Viðkvæmir hvattir til að forðast útiveru í Reykjavík næstu daga

Birta lista yfir stuðningsmenn Heiðu borgarstjóra
Pólitík

Birta lista yfir stuðningsmenn Heiðu borgarstjóra

Efling fordæmir hernaðaraðgerðir Bandaríkjanna í Venesúela
Innlent

Efling fordæmir hernaðaraðgerðir Bandaríkjanna í Venesúela

Nýjar upplýsingar um skotárás ICE-liðans í Minneapolis
Heimur

Nýjar upplýsingar um skotárás ICE-liðans í Minneapolis

Hafnfirðingur ákærður fyrir fíkniefni og fjölda vopna
Innlent

Hafnfirðingur ákærður fyrir fíkniefni og fjölda vopna

Feðgar fóru í háttinn með kvefeinkenni en létust í svefni
Heimur

Feðgar fóru í háttinn með kvefeinkenni en létust í svefni

Vitgrannur karlmaður lamdi föður sinn ítrekað
Innlent

Vitgrannur karlmaður lamdi föður sinn ítrekað

„Vandinn er ekki ofbeldið“
Innlent

„Vandinn er ekki ofbeldið“

Innlent

Viðkvæmir hvattir til að forðast útiveru í Reykjavík næstu daga
Innlent

Viðkvæmir hvattir til að forðast útiveru í Reykjavík næstu daga

Gríðarmikil svifryksmengun mælist í borginni
Efling fordæmir hernaðaraðgerðir Bandaríkjanna í Venesúela
Innlent

Efling fordæmir hernaðaraðgerðir Bandaríkjanna í Venesúela

Hafnfirðingur ákærður fyrir fíkniefni og fjölda vopna
Innlent

Hafnfirðingur ákærður fyrir fíkniefni og fjölda vopna

Vitgrannur karlmaður lamdi föður sinn ítrekað
Innlent

Vitgrannur karlmaður lamdi föður sinn ítrekað

„Vandinn er ekki ofbeldið“
Innlent

„Vandinn er ekki ofbeldið“

Loka auglýsingu