Föstudagur 2. júní, 2023
10.8 C
Reykjavik

Mikil fækkun lunda: „Það var svolítið sjokk að átta sig á því að þetta er mun verra heldur en áður“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Á tæplega 30 ára tímabili hefur stærð íslenska lundastofnsins dregist saman um 70 prósent. Erpur Snær Hansen líffræðingur segir í samtali við RÚV að áður hafi verið búist við um 40 prósent: „En við höfum ekki greint stofnþróunina svona langt aftur áður og það var svolítið sjokk að átta sig á því að þetta er mun verra heldur en áður.“

Ástæða fækkuninnar megi að mestu leyti rekja til fæðuskorts sem stafi af völdum hlýnunar sjávar og að minnsta kosti tíu prósent megi rekja til lundaveiða.

Lundastofninn á misjöfn tímabil en þróunin sýni nú eitthvað allt annað: „Því þessi seinni tíma fækkun virðist vera ný af nálinni. Þessi seinkun á varpi og léleg ungaár svona samfellt í röð hafa ekki gerst áður í þessari 140 ára sögu sem við höfum verið að skoða.“

Aðspurður hvort Erpi þætti rétt að banna lundaveiðar svarar hann: „Það var svona til skoðunar í vor í samvinnu við Umhverfisstofnun og vísindamenn að athuga hver áhrif sölubanns yrðu því það er ekki hlaupið að því að friða þessa tegund. Þessar hlunnindaveiðar eiga sér einhverja undanþágu frá allri skynsemi virðist vera.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -