Tvö neyðarboð bárust í morgun til Landhelgisgæslunnar og reyndist annað þeirra vera í Meradölum nærri Fagradalsfjalli og hitt í hafi suður af Þorlákshöfn en RÚV greinir frá málinu. Samkvæmt Ásgeiri Erlendssyni, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, kom kallið frá persónulegum neyðarsendi og því er talið líklegra að staðsetningin væri á landi en þyrla gæslunnar hafi þó byrjað leit sína á hafi úti því ekkert hafi fundist þegar björgunaraðilar mættu á leitarsvæðið á landi. Þá hafi flugvél Landhelgisgæslunnar verið send til að leita út á hafi. Mögulegt er talið að einstaklingur sé týndur en að svo stöddu er ekki hægt að fullyrða það. Þá taka lögreglan og björgunarsveitir þátt í leitinni.