Föstudagur 11. október, 2024
-1 C
Reykjavik

Mikill meirihluti vill nýja stjórnarskrá

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands, hélt í vikunni stefnuræðu sína fyrir komandi þingvetur. Eitt af því sem Bjarni nefndi var stjórnarskrá Íslands.

„Í vetur er tækifæri til að sammælast um skynsamlegar breytingar á stjórnarskránni. Horfa ætti til kafla um forseta Íslands, Alþingi og dómstóla auk þess sem skoða mætti ákvæði um kjördæmaskipan og jöfnun atkvæða. Markmiðið ætti ávallt að vera að treysta enn frekar lýðræðið í landinu.

Tímabært er að endurskoða ákvæði um Landsdóm og gera breytingar á meðferð ákæruvalds vegna ráðherraábyrgðar. Ég bind vonir við að samstaða geti tekist um stjórnarskrármál á kjörtímabilinu,“ sagði Bjarni en miklar umræður hafa verið í íslensku samfélagi um stjórnarskrá landsins undanfarin ár.

Árið 2012 var haldin ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá og var hún samþykkt með yfirburðum en tæpleg 67% þeirra sem greiddu atkvæði sögðu já við nýrri stjórnarskrá. Ekkert hefur þó gerst í þeim málum síðan.

Því spurði Mannlíf: Vilt þú nýja stjórnarskrá?

Niðurstaðan var afgerandi og ljóst að 80% lesenda Mannlífs vilja nýja stjórnarskrá.

- Auglýsing -
79.68%
Nei
20.32%

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -