Föstudagur 29. mars, 2024
2.8 C
Reykjavik

Mikilvægt að fara yfir alla ferla eftir að mögulegt skjalafals kom upp

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Alma Möller landlæknir segir að tilefni sé til að fara yfir alla ferla eftir að fjölmiðlar greindu frá meintri skjalafölsun einstaklings í bakvarðasveit. Þetta kom fram í máli Ölmu á blaðamannafundi Almannavarna í dag.

Á fundinum sagði Alma að stofnanir þurfi að fara yfir gögn og vottorð og ekki megi gefa afslátt á því að fyrirbyggja að mál af þessu tagi komi upp. Greindi hún frá því að Landlæknisembættið ætli að veita stofnunum aðgang að starfsleifaskrá. Vinna við skrána hafi þegar farið fram með aðstoð Persónuverndar. Stefnt sé að því að gera skrána opna fyrir almenningi í náinni framtíð.

Hin meinta skjalafölsun sem Alma vísaði í á fundinum snýst um konu sem var handtekin í gær, grunuð um hafa framvísað fölsku starfsleyfi sem heilbrigðisstarfsmaður og stolið lyfjum á dvalarheimilinu Bergi í Bolungarvík, en þar hafði hún starfað í viku eftir að hafa boðið sig til starfa sem bakvörður. Að lokinni yfirherslu var konunni sleppt úr haldi. Fjölmiðlar hafa fjallað mikið málið og í dag steig umrædd kona fram í einkaviðtali í Mannlíf og lýsti yfir sakleysi sínu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -