Miðvikudagur 29. júní, 2022
12.4 C
Reykjavik

Móðir drengjanna stígur fram og segir frá meintu kynferðisofbeldi: „Þá bara verður allt brjálað“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Þá bara verður allt brjálað,“ sagði Edda Björk Arnardóttir, móðir drengjanna þriggja sem hún sótti til Noregs á einkaflugvél á dögunum. Edda steig fram í hlaðvarpsþættinum Eigin konum þar sem hún sagði frá málinu sem hefur vakið gríðarlega athygli síðustu daga. Drengirnir höfðu búið hjá föður sínum í Noregi í nokkur ár og hafði faðirinn fulla forsjá yfir drengjunum. Edda segir að lögreglan rannsaki nú ásakanir um meint kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi föðursins gegn börnum sínum.

Edda og faðir barnanna slitu sambandi sínu árið 2015 og deildu forsjá barnanna eftir það. Tveimur árum síðar, árið 2017, ákvað Edda að flytja til Íslands og taka börnin með, með samþykki mannsins. Þegar Edda ætlaði að hefja sambúð með öðrum manni hafi barnsfaðirinn skipt um skoðun. Við tóku hótanir föðursins sem komu Eddu í opna skjöldu en börnin hafi sagst vilja fylgja móður sinni til Íslands. Faðirinn hafi gripið til þeirra ráða að reyna að sannfæra eldri dætur sínar um að fara ekki með móðurinni. Þegar það gekk ekki eftir hótaði hann þeim líka og segist Edda eiga til upptöku af föðurnum segja að hann muni slíta sambandi við þær, ákveði þær að fara.
„Þið vitið það þá ef þið verðið eftir þá verður ekkert samband meira á milli okkar.“
Hlaðvarpsþáttinn má hlusta á í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -