Þriðjudagur 26. september, 2023
10.1 C
Reykjavik

Morðið í Hafnarfirði: Neyttu fíkniefna saman á Íslenska rokkbarnum skömmu fyrir árásina

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Manndrápið sem átti sér stað þann 20.apríl síðastliðinn í Hafnarfirði er talið mega rekja til deilna vegna fíkniefna en Vísir fjallaði um málið í morgun. Piltarnir þrír sem voru handteknir eru á aldrinum 17 til 19 ára en pólski karlmaðurinn sem lést var 27 ára gamall. Þá kemur fram í frétt Vísis að fólkinu hafi verið vísað út af Íslenska rokkbarnum eftir að þau neyttu eiturlyfja fyrir allra augum. Elsti pilturinn hefur setið í gæsluvarðhaldi á Hólmsheiði síðan í apríl en hinir tveir drengirnir voru vistaðir á Stuðlum. Stúlkan sem tók upp myndband af árásinni var látin laus þremur dögum eftir morðið.

Umrætt kvöld sátu ungmennin við borð á barnum þar sem pólski karlmaðurinn var einnig. Neyttu þau fíkniefna og var þeim í kjölfarið vísað á dyr af starfsfólki staðarins. Eftir að fólkinu var vísað á dyr kröfðust ungmennin pólska karlmanninn um greiðslu á fíkniefnunum sem hann hafði neytt með þeim. Deilurnar enduðu með slagsmálum og tók þá stúlkan upp myndskeið af árásinni sem hefur vakið óhug hjá fólki síðustu daga. „Ég stakk hann þrisvar!,“ má heyra elsta piltinn kalla í myndskeiðinu eftir að hann fellir pólska manninn í jörðina. Samkvæmt ákæru lögreglu voru tíu för eftir hníf á úlpu mannsins. Maðurinn hlaut sex stungusár í árásnni en eitt þeirra náði inn í hjarta sem varð til þess að hann lést skömmu síðar. Þyngsta refsing fyrir drengina sem eru undir lögaldri er átta ára fangelsi en hámarks refsing stúlkunnar er tveggja ára fangelsi. Þinghald í málinu verður lokað og munu fjölmiðlar því ekki getað fylgst með framvindu mála.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -