Föstudagur 25. nóvember, 2022
6.1 C
Reykjavik

Morðið sagt tengt heimilisofbeldi og sambýliskona í haldi: – Hinum látna var áður hótað lífláti

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Maðurinn sem var stunginn til bana á Ólafsfirði í nótt var tæplega fimmtíu ára Íslendingur. Hann rak fyrirtæki sem annaðist ræstingar. Sambýliskona hans er meðal þeirra fjögurra sem voru handtekin. Heimildir Mannlífs herma að sú sambúð hafi verið stormasöm og meðal annars orðið uppnám í lok seinustu viku í tengslum við yfirvofandi málaferli.

Ásamt sambýliskonunni hafa þrír aðrir verið handteknir, önnur kona en einnig maður sem hinn látni hafði eldað grátt silfur við. Síðastliðinn mars birti hinn látni myndband á Facebook þar sem nafngreindur einstaklingur virðist hóta að myrða hann og son hins látna. Óljóst er hvort það mál tengist morðinu.

Heimildir Mannlífs herma að allt þetta fólk séu í raun aðkomufólk á Ólafsfirði. Flest hafi flutt þangað fremur nýlega til að kopmast í ódýrt húsnæði. Þau hafi verið á jaðri samfélagsins í Reykjavík meirihluta ævi sinnar. Til marks um það þá var hinn látni dæmdur stuttu eftir aldarmót fyrir að hafa stungið mann með hnífi á heimili sínu. Sá maður lifði það af og fékk hinn látni því fremur stuttan dóm, tvö ár í fangelsi. Þá, fyrir um tuttugu árum síðan, átti að hann að baki 11 refsidóma og þar af þrjá fyrir líkamsárásir.

Lögreglan á Norðurlandi eystra greindi frá atvikinu í morgun. „Klukkan 02:34 var óskað eftir lögregluaðstoð að húsi í Ólafsfirði þar sem maður hafði verið stunginn með eggvopni. Lögreglumenn frá Akureyri héldu þegar á staðinn og lögreglumenn á bakvakt á Tröllaskaga voru ræstir út. Þá voru tveir sérsveitarmenn ræstir út frá Akureyri.

Þegar fyrstu lögreglumenn komu á vettvang, voru endurlífgunartilraunir hafnar á karlmanni, sem var með áverka. Læknir og sjúkraflutningamenn komu einnig á vettvang en endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn á vettvangi,“ stóð í þeirri tilkynningu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -