Miðvikudagur 3. ágúst, 2022
11.1 C
Reykjavik

Morðið við Barðavog: „Lögregla hafði afskipti af manninum vegna ofbeldis tengt rasisma“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Morð á rúmlega fertugum manni á laugardaginn við Barðavog hefur vakið óhug. Sá grunaði sem talinn er hafa myrt manninn er fæddur árið 2001. Hann hefur eins og fyrr  hefur komið fram, verið sakaður um ógnandi og ofbeldisfulla hegðun og óttuðust nágrannar hann. Lögregla var kölluð tvisvar að húsinu daginn fyrir morðið vegna framkomu mannsins en hann var þá ekki handtekinn. Er hann meðal annars sagður hafa veist að íbúa í húsinu sem er á þrítugsaldri.

Nokkur umræða hefur verið um meint andlegt ástand hins grunaða og nágrannar hafa lýst þeirri skoðun að hann hafi átt að búa í sértæki úrræði en ekki í almennu íbúahverfi. Mannlíf hefur engar upplýsingar að svo stöddu um það hvort leitað hafi verið sértækra úrræða fyrir hans hönd né hvernig slíkum beiðnum kunni að hafa verið mætt.

Þær upplýsingar hafa komið frá lögreglu að andlegt ástand hins grunaða sé nú kannað.

Ofbeldi tengt rasisma

Mannlíf greindi frá því að hinn grunaði hafi verið sakaður um dýraníð og hafi lýst yfir á samfélagsmiðlum hatri hundum.

Lögregla hefur einnig haft afskipti af manninum vegna ofbeldis sem tengist rasisma. Fréttablaðið greindi frá því árið 2019 að hann hefði verið handtekinn vegna framkomu sinnar við mótmælendur sem lýstu yfir stuðningi við flóttafólk á Austurvelli. Í Fréttablaðinu kom fram að hann hefði eyðilagt mótmælaspjald og sakaði einn þátttakandi í mótmælunum hann um að hafa kýlt mótmælanda í andlitið.

Íbúum lengi staðið stuggur af hinum grunaða

Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar og varaformaður Samfylkingarinnar, er íbúi í hverfinu þar sem voðaverkið var framið og vottar hún íbúunum samúð sína í færslu sem hún birti í íbúahópi Langholtshverfis á Facebook. Í ummælum undir þeirri færslu er vakin athygli á því að íbúum hafi lengi staðið stuggur af hinum grunaða og hann hafi þurft sértæk úrræði sem hann hafi ekki fengið. Einn íbúi vekur jafnframt athygli á vanda annars einstaklings sem býr í hverfinu:

- Auglýsing -

„Það er ekki hægt annað en að taka undir þetta, sérstaklega í ljósi þess að harmleikurinn hefur átt sér margra ára aðdraganda. M.ö.o., þá hefði verið hægt að koma í veg fyrir þetta og það er þyngra en tárum taki. Kannski vekur þetta áhuga velferðarsviðs, Heiða Björg Hilmisdóttir, á að leysa málin á Langholtsvegi 19 þar sem afskaplega veikur einstaklingur býr á vegum borgarinnar og hefur valdið öðrum íbúum (2 ára upp í 92 ára) ómældum vandræðum, ónæði, hræðslu og svefnleysi, svo eitthvað sé nefnt. Það ætti að segja sitt ef einföld talning yrði gerð á símtölum með kvörtunum til velferðarsviðs og eins tölum um komur lögreglu á staðinn til að skakka leikinn (að beiðni íbúa sem gjarnan vilja sofa á nóttunni). Það er mér óskiljanlegt, allra vegna, að hægt sé að horfa framhjá svona löguðu.“

Heiða Björg svarar og bendir á að hún þekki ekki til þessa máls og það eitt hafi vakað fyrir henni með skrifunum að tjá íbúunum samúð sína.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -