Föstudagur 29. mars, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Mugison vill að Magnús Eiríksson hljóti heiðurslaun listamanna: „76 ára og er enn að semja á fullu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ef þú þekkir einhvern sem er í nefndinni sem úthlutar Heiðurslaunum Listamanna þá langar mig að biðja þig um að sannfæra viðkomandi um að Maggi Eiríks verði valinn núna“

Þetta skrifar tónlistarmaðurinn Mugison á Facebook-síðu sinni og hefur fengið miklar og jákvæðar undirtektir við færsluna.

Um Magnús Eiríksson, tónlistarmann og laga- og textahöfund, segir Mugison ennfremur: „Hann er ekki bara besti laga- og textahöfundur Íslands heldur er hann líka geggjað fyndinn og töff gaur. Hann er orðinn 76 ára gamall og er enn að semja á fullu.“

Eins og Mugison bendir á í færslu sinni hefur Magnús Eiríksson samið fjöldann allan af lögum. Um er að ræða ótal perlur sem hafa skipað sér sess í þjóðarsál Íslendinga, á borð við Einhversstaðar, einhvern tímann aftur, Braggablús, Reyndu aftur, Kóngur einn dag, Samferða, Ómissandi fólk, Ég er á leiðinni, Ó þú og svo mætti lengi áfram telja.

„Mig langar að biðja þig/þjóðina um að senda póst á þann stjórnmálamann sem þú fílar mest og saman getum beitt nefndina þrýstingi og heiðrað hann Magga og þannig þakkað fyrir perlurnar sem hann hefur gefið okkur,“ segir Mugison. Hann segist hafa sent póst bæði á mennta- og menningarmálaráðuneytið ([email protected]) og forsætisráðuneytið ([email protected]) með tillögunni.

Hann lætur svo hlekk á allsherjar- og menntamálanefnd fylgja færslunni og biður um að fólk sendi þeim eina eða tvær línur um það að Magnús Eiríksson sé sannarlega verðugur handhafi Heiðurslauna Listamanna.

- Auglýsing -
Magnús Eiríksson. Mynd/skjáskot RÚV.

Á hverju ári veitir Alþingi allt að 25 listamönnum heiðurslaun á fjárlögum. Það er allsherjar- og menntamálanefnd sem leggur til breytingartillögu við frumvarp til fjárlaga ár hvert um þann hóp listamanna sem nýtur heiðurslauna.

„Þeir einir geta notið heiðurslauna sem hafa varið starfsævi sinni eða verulegum hluta hennar til liststarfa eða skarað fram úr við listsköpun sína eða ef störf þeirra að listum hafa skilað miklum árangri á Íslandi eða á alþjóðavettvangi,“ segir á vef stjórnarráðsins um heiðuslaun listamanna.

 

- Auglýsing -

Athugasemdir vegna Megasar

Allsherjar- og menntamálanefnd hafa undanfarið borist athugasemdir vegna heiðurslaunanna, þar sem vakin hefur verið athygli á því að tónlistarmaðurinn og lagahöfundurinn Megas sé meðal þeirra sem hljóti launin.

Megas hefur hlotið heiðurslaun listamanna undanfarin átján ár. Nýverið var Megas sakaður um að hafa nauðgað ungri konu árið 2004. Stundin fjallaði um málið og birti viðtal við konuna. Hún sagðist hafa reynt að kæra málið en það hafi ekki borið árangur.

Heiðurslaun listamanna eru veitt listamanni að fullu til sjötíu ára aldurs og skulu þá vera þau sömu og starfslaun listamanna eru á hverjum tíma. Eftir sjötugt verða þau 80% af starfslaunum í samræmi við eftirlaun.

Samkvæmt frétt RÚV frá því í gær hefur allsherjar- og menntamálanefnd fundað tvisvar í vikunni um heiðurslaunin, meðal annars vegna athugasemdanna sem borist hafa um Megas. Ekki er víst að nefndin hafi yfir höfuð vald til þess að svipta einhvern heiðurslaunum listamanna, enda hefur það aldrei verið gert. Niðurstaða í málinu þarf að liggja fyrir áður önnur umræða fjárlaga fer af stað, næstkomandi þriðjudag.

Það er því, eins og Mugison bendir á, enn hægt að senda athugasemdir og tillögur á nefndina, þó tíminn sé knappur.

Hér má finna nefndarmenn í allsherjar- og menntamálanefnd.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -