Laugardagur 14. september, 2024
4.8 C
Reykjavik

Músafjölskylda drapst úr hungri í gæludýrabúð: „Þetta er að mínu viti ógeðslegt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigríði brá heldur betur í brún þegar hún sótti músabúrið sitt í gæludýrabúð. Músafjölskyldan hafði drepist úr hungri.

Sigríður keypti sér tvær hvítar mýs haustið 1994 í Dýraríkinu með þeim skilyrðum að hún gæti skilað þeim, reyndust þær par. Það kom á daginn en parið eignaðist fljótlega nokkra unga. Sigríður skilaði því músunum en sneri aftur í verslunina mánuði seinna til að sækja búrið sem hún átti. Í fyrstu leit allt eðilega út en nokkra daga tók hana að koma sér í að þrífa búrið. Þá blasti hryllingurinn við, músafjölskyldan hafði drepist úr hungri og rotnandi líkin lágu um allt búrið. Eigandinn taldi sumarafleysingarmann hafa gleymt búrinu efst í hillu og því hefði fjölskyldan hlotið hin hrottalegu örlög.

DV skrifaði um málið á sínum tíma en lesa má umfjöllunina hér fyrir neðan.

Skilaði músum til gæludýraverslunar:

Fékk þær dauðar og rotnaðar til baka mánuði síðar

- Auglýsing -

– mjög slæmt mál, segir verslunareigandinn

„Ungarnir ásamt mömmunni lágu allir rotnaðir í kös og greinilega búnir að vera lengi dauðir. Ég keypti þarna tvær hvítar mýs og það var um það talað að þær ættu að vera af sama kyni, ef þær reyndust vera par mætti ég skila þeim í verslunina aftur. Það kom svo á daginn að um par var að ræða sem eignaðist unga. Ég fór þá með fjölskylduna, alls 10 dýr, og skilaði þeim í búðina. Það varð að samkomulagi að ég skildi búrið eftir,“ segir Sigríður Ósk Jónsdóttir. Sigríður segist hafa skilað músunum fyrir mánuði í Dýraríkið við Grensásveg og svo sótt búrið fyrir viku. Hún segist ekki hafa séð neitt athugavert við búrið í upphafi en seinna, þegar hún ætlaði að þrífa það, kom annað á daginn „Ég sá strax að búrið var skítugt en skoðaði það ekkert nánar. Ég gekk hins vegar í að þrífa það um helgina og sá þá hvers eðlis var. Mér virðist sem mamman hafi verið búin að éta ungana að hluta og síðan drepist úr hungri sjálf. Þetta er að mínu viti ógeðslegt og ástæða til að upplýsa hvað hefur gerst þarna,“ segir Sigríður. Gunnar Vilhelmsson, eigandi Dýraríkisins, sagði að allt benti til þess að sumarafleysingamaður hefði sett búrið upp í hillu með músunum í og það gleymst þar. „Þetta er mjög slæmt mál og hefur aldrei gerst áður hjá okkur. Þetta verður rætt við alla starfsmennina og á ekki að geta gerst aftur,“ segir Gunnar. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -