2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Mynd af Þórólfi með frétt um fjöldamorðingja

Netverjar ráku margir upp stór augu í morgun þegar þeir sáu frétt í dreifingu á samfélagsmiðlum um fjöldamorðingja en fréttin var myndskreytt með mynd af Þórólfi Guðnasyni sóttvarnrlækni.

Fréttin birtist á vef RÚV en sökum álags á vefþjóna hefur borið á því að röng mynd festi sig við færslur á ruv.is þegar þeim er deilt á samfélagsmiðla. Þetta kemur fram í grein á vef RÚV þar sem málið er útskýrt.

Þar segir að vandinn liggi í tengingu Facebook við vef RÚV. Þar kemur einnig fram að verið sé að greina vandamálið.

Í grein sinni biður RÚV Þórólf afsökunar á að mynd af honum hafi ratað inn í frétt um játningu fjöldamorðingja í Nýja-Sjálandi.

AUGLÝSING


Svona leit færslan á Facebook út í morgun.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum