Fimmtudagur 25. maí, 2023
6.8 C
Reykjavik

Náðu 300 þúsund króna markmiðinu á fyrsta degi

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Bára Halldórsdóttir náði að safna 300.000 krónum á einum degi með hjálp hópsins Takk Bára.

 

Í gær var söfn­un sett á laggirnar á Karolina Fund þar sem markmiðið var að safna 300.000 krónum á 30 dögum fyrir málskostnaði Báru Halldórsdóttur vegna málaferla í tengslum við Klausturmálið svokallaða.

„Lögmannsstofan Réttur lagði Báru lið í málinu og veitti henni verulegan afslátt af kostnaði – það sem eftir stendur er um 300.000 kr. sem er um 10% af raunvinnunni,“ segir í texta á söfnunarsíðunni.

Eins og áður sagði er söfnunin opin í 30 daga en Bára og hópurinn sem stendur að söfnuninni náði markmiðinu á fyrsta degi. Nú hafa safnast rúmar 300.000 krónur og 29 dagar eru eftir af söfnuninni.

Meðal þeirra sem gefa vinnu sína í þágu söfnunarinnar eru listakonan Ragnhildur Jóhannsdóttir, fjöllistakonan Margrét Erla Maack, listmálarinn Þrándur Þórarinsson og listamaðurinn Jóhann Ludwig Torfason. Hægt er að kaupa verk eftir þau og fleiri og þannig leggja söfnuninni lið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -