Fimmtudagur 6. október, 2022
6.8 C
Reykjavik

Nöfn hjónanna sem urðu fyrir skotárásinni á Blönduósi – „Erfiðara en orð fá lýst“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Hjónin sem urðu fyrir skotárásinni á Blönduósi síðastliðinn sunnudagsmorgunn eru þau Eva Hrund Pétursdóttir og Kári Kárason. Eva Hrund lést í árásinni og Kári liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að hann var skotinn í kviðinn.

Brynjar Þór Guðmundsson varð Evu Hrund að bana og stórslasaði Kára í skotaárásinni. Hann fannst sjálfur látinn á vettvangi og hefur lögreglan gefið út að ekki hafi verið um sjálfsvíg að ræða.

Eva Hrund var iðjuþjálfi hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands og starfaði sem sjálfboðaliði við hjúkrunar- og dvalardeildina á Blönduósi. Hún lætur eftir sig fjögur börn og tvö barnabörn. Kári er framkvæmdastjóri Vilko og er hann jafnframt í sóknarnefnd Blönduóskirkju og í slökkviliði bæjarins. Hann var tilnefndur sem maður ársins eftir hetjulegt björgunarafrek árið 2012 er hann og sonur hans björguðu manni úr bifreið sem oltið hafði ofan í Laxá í ásum.

Börn Evu Hrunar og Kára haf óskað eftir friði til að takast á við áfallið. Það gerðu þau í tilkynningu í gærmorgun. „Það er erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegn­um það sem við erum að upp­lifa núna. Það er enn þyngra þegar fjöl­miðlar flytja rang­ar og vill­andi frétt­ir af at­vik­um og ganga nærri friðhelgi einka­lífs okk­ar með mynd­birt­ing­um og sí­end­ur­tekn­um hring­ing­um í okk­ur, nán­ustu vini og ætt­ingja,“ skrifuðu Sandra, Hilmar, Pétur og Karen.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -