Föstudagur 2. júní, 2023
10.8 C
Reykjavik

Nágrannar hóta lögfræðingum vegna loftviftu: „Höfum alltaf reynt að vera góðir nágrannar“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Kona nokkur skrifaði færslu í kvennahópi um fasteignaráð og heimilisbrask sem hefur vakið athygli í hópnum en hún býr í fjölbýli. Nýjir nágrannar eru farnir að hóta lögfræðingum vegna loftviftu sem konan hefur haft í 15 ár, án kvartana.

„Við fengum nýja nágranna í síðasta mánuði, búum í fjölbýli á miðhæð, nýju nágrannarnir á efstu hæð. Við erum með viftu í loftinu sem þeir kvarta mikið yfir, segjast heyra ef er í gangi, heyrðu í henni líka þegar búið var að vera slökkt á henni í viku. Höfum haft þessa viftu í um 15 ár án kvartana. Nú ætla þeir að heyra í lögfræðingum út af viftunni. Mjög óþægileg staða, getur verið að þeir hafi eitthvað fyrir sér að heyrist á milli hæða í loftviftum? Höfum alltaf reynt að vera góðir nágrannar.“ Svo hljóðar nafnlausa færslan í grúppunni og ekki stóð á svörum.

Jóna benti á að fólk er misjafnt hvað varðar hávaða. „Án þess að hafa svar þannig séð þá er fólk mjög misnæmt fyrir hljóðum. Viftan í minni blokk er að gera mig bilaða t.d. ég heyri suð í öllum rafmagnstækjum og ljósum, það eru ekki allir sem heyra svona hluti en þegar maður byrjar að heyra getur þetta gert mann bilaðan.“ Kannski Jóna sé sú sem býr fyrir ofan konuna?

Alexandra furðar sig á að nágrannarnir hafi heyrt í viftunni þegar slökkt var á henni, skiljanlega. „Heyrðu þau í viftunni þó það væri slökkt á henni? Það er meira en furðulegt! Held að þau ættu að athuga með að bæta við hljóðeinangrun undir gólfefni sitt. Það er lítið sem þú getur gert þín megin og það ætti að vera í lagi að vera með loftviftu í fjölbýli.“

Upphafskona færslunnar svaraði Alexöndru: „Segja að það víbri í steypuplötunni og sé að gera þau brjáluð.“

Herdís nokkur mælir með að konan heyri í Húseigendafélaginu, þó hún hafi „núll álit“ á því. „Svona fólk, arg! Það getur fljótt orðið verulega taugatrekkjandi að vera útsettur fyrir lögfræðibréfum. Yfirleitt hef ég núll álit á Húseigendafélaginu en í þessu tilfelli myndi ég drífa mig að gerast félagi í því vegna þess að félagið getur þá ekki tekið að sér að representa þau gegn öðrum félagsmanni. Nágrannarnir þyrftu á að fá sér umtalsvert dýrari löffa og það eitt og sér gæti haft fælingamátt.“

- Auglýsing -

Fréttin verður ekki uppfærð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -