Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.8 C
Reykjavik

Neitað um þyrlu eftir að hún kom að alvarlegu bílslysi: „Sagðist ekki bíða með mannslíf í höndunum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hjúkrunarkona sem kom að alvarlegu bílslysi á Vestfjörðum í gær gagnrýnir viðbrögð Neyðarlínunnar sem neitaði að senda þyrlu eftir einstaklingi sem slasaðist í slysinu.

Fram kom í kvöldfréttum Rásar 2 að hjúkrunarfræðingurinn gagnrýni verklag Neyðarlínunar um það hvenær má kalla út þyrlu og hvenær ekki á slysstað. Kom fram í fréttinni að framkvæmdarstjóri Neyðarlínunnar segi að þörf sé að skoða verklag við ábendingar sem þessar.

Málavextir eru þeir að er hjúkrunarfræðingurinn óskaði eftir því við Neyðarlínuna að þyrla yrði send á vettvang alvarlegs bílsslyss sem hjúkrunarfræðingurinn kom að á Klettshálsi í gær, hafi henni verið tjáð að ekki yrði send þyrla fyrr en læknir væri kominn á staðinn. Ein kona var í bílnum sem fór út af á Klettshálsi en hún var flutt með þyrlu á Landspítalann.

Meðal þeirra sem kom að slysinu voru hjónin Jóhannes Haraldsson og Helga Jenssen hjúkrunarfræðingur. Sögðu þau strax hafi verið ljóst að þörf væri á þyrlu til að flytja hina slösuðu á spítala. Fyrst hafi Jóhannes hringt í Neyðarlínuna og bað um þyrlu en honum verið tjáð að hún yrði ekki send strax á vettvang. Stuttu síðar hringdi Helga. „Búin að tilkynna að ég sé hjúkrunarfræðingur og hvar ég væri stödd og það væri mitt mat að það þurfi að kalla til þyrluna strax, miðað við ástandið á bílnum, konan var með skerta meðvitund, hún var með lélegan, vægan púls og hún var að detta inn og út,“ sagði Helga í samtali við fréttamann Rúv. „Svarið sem ég fékk var það að það þyrfti að koma læknir fyrst og meta en ég sagðist ekki bíða með mannslíf í höndunum í eina og hálfa klukkustund eftir lækni. Ég væri búin að meta hvernig ástandið væri, við þyrftum að fá þyrluna núna og málið væri þannig að það þyrfti að koma viðkomandi aðila sem fyrst á bráðasjúkrahús.“

Sagði Helga að þau eigi ekki að þurfa standa í „ströggli“ við Neyðarlínuna á svona augnablikum. „Þarna erum við að tapa mjög dýrmætum tíma, því að við vitum náttúrulega aldrei hvað gerist. Það þarf að koma viðkomandi á bráðasjúkrahús og nota bestu og fljótvirkustu leiðina til þess. Það er okkur öllum kennt og þannig eigum við að bregðast við. Við eigum ekki að þurfa að standa í ströggli við Neyðarlínuna af því að þannig eru ferlarnir. Þá þarf bara að breyta ferlunum.“

Hálftími leið frá því að tilkynning um slysið barst og þar til þyrla var kölluð út. Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdarstjóri Neyðarlínunnar segir að verkferlarnir verði skoðaðir. „Almennt er það þannig að það er lögregla eða læknir sem að óskar eftir að þyrla verði kölluð út, þá hefur Neyðarlínan eða neyðarverðir Neyðarlínunnar samband við Landhelgisgæslunna með slíkar beiðnir sem að kallar þá þyrluna út. Þannig að það er semsagt ekki þannig að almenningur geti kallað eftir þyrlu.“

- Auglýsing -

Fréttamaður Rúv spurði Jón:

En hlýtur það ekki að vera svoleiðis í einhverjum tilvikum, að þá skipti mínútur það miklu máli að það þurfi að gera undantekningar á þessu, þegar langt er í lögreglu og lækni?

„Jújú, það er algjörlega þannig og þegar að við fáum ábendingar í þá átt að eitthvað megi betur fara varðandi þá afgreiðslu sem að er í gangi eða eitthvað sem betur má fara í ferlum þá rýnum við það sérstaklega,“ svaraði Jón Svanberg.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -