Slæmt ástand er á Landspítalanum samkvæmt Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.
Slökkvilið höfuborgarsvæðisins sendi frá sér tilkynningu fyrr í dag þar sem fjallað er um sjúkraflutninga undanfarin sólarhring, sem hefur verið mikill. Þar er greint frá því að alls hafi sjúkraflutningar verið 155 talsins og um tíma hafi verið svo mikið að gera að sjúklingar hafi þurft að bíða í sjúkrabílnum vegna þess að ekki var hægt að taka á móti fleirum á slysadeild Landspítalans.
„Það hefur verið mjög mikið að gera síðasta sólarhring, dælubílar voru kallaðir út sjö sinnum, m.a. í vatnstjón*2, umferðarslys, viðvörunarkerfi sem var að gefa falsboð og svo eld í þaki sem var fyrir okkur minniháttar,“ segir meðal annars í tilkynningunni.