Fimmtudagur 28. september, 2023
10.1 C
Reykjavik

Neyddust til að breyta nafni B5: „Þetta þykir mér miður og bið ég hlutaðeigandi afsökunar á því“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Ákveðið hefur verið að breyta nafni skemmtistaðarins B5 (Bankastræti fimm), í einfaldlega B. Ástæðan er lögbann sem lagt var á B5 heitið.

„Okkur urðu á mistök þegar við gáfum staðnum nafn eftir eigendaskiptin í sumar, en heitið B5 reyndist í eigu einkahlutafélags. Síðan fór lögbannskrafan fram hjá mér þannig að málið rataði í þetta lögbannsferli. Þetta þykir mér miður og bið ég hlutaðeigandi afsökunar á því,“ segir Sverrir Einar Eiríksson, sem ásamt unnustu sinni, Vestu Minkute, tók yfir rekstur Bankastrætis Club í byrjun júní síðastliðnum.

Yfirlýst markmið nýrra rekstraraðila var að endurvekja stemninguna sem áður einkenndi B5 og gera hann aftur að besta skemmtistað borgarinnar. Breytingum sem gerðar hafa verið á staðnum hefur að sögn Sverris verið afar vel tekið og er hann nú með vinsælli viðkomustöðum í skemmtanalífi Reykjavíkur.

„Við erum því ekkert að flækja hlutina þegar við breytum nafni staðarins og fellum bara niður fimmuna í heitinu. Hér eftir nefnist hann B. Annað er óbreytt og gleðin áfram við völd á besta stað í bænum í Bankastræti 5,“ segir Sverrir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -