Fimmtudagur 9. desember, 2021
-0.2 C
Reykjavik

Neytendur takast á um Nova-appið: Var frítt en kostar nú 490 krónur á mánuði

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Passið ykkur á NOVA TV appinu, það er komin uppfærsla. Síðan kemur reikningur frá NOVA fyrir uppfærslunni mánaðarlega. Þó ég kaupi enga þjónustu aðra en að eiga appið til að horfa á RÚV og Símann þegar hann er opinn.“

Þetta segir Ari nokkur í færslu sinni í Facebook-hópnum „Vertu á verði – eftirlit með verðlagi“.

Hann heldur áfram:

„Þetta APP var í boði frítt fyrir alla með Apple TV. En ekki lengur.“

Hann segir fyrirkomulaginu hafa verið breytt á þann veg að nú sé appið ekki lengur frítt fyrir alla, heldur sé það aðeins frítt fyrir viðskiptavini Nova.

„En það stendur hvergi! Þér er boðið að uppfæra svo borga!

- Auglýsing -

Ég hafði samband við þjónustuverið sem vildi fá mig yfir strax með símann minn, en það verður bara töluvert dýrara fyrir mínar þarfir. Ég vil skila uppfærslunni. Hún ætlaði að hafa samband við mig í tölvupósti hvernig hægt sé að skila þessari uppfærslu,“ segir Ari og er augljóslega ekki par sáttur.

Það eru þó einhverjir sem telja að þarna sé um misskilning að ræða.

„Þetta hljómar eins og vitleysa,“ segir Jón nokkur einfaldlega.

- Auglýsing -

Guðjón fer á stúfana og kemst að þeirri niðurstöðu að þetta standist hjá Ara:

„Var að skoða betur hjá nova.is. NovaTV fyrir viðskiptavini Nova 0 kr. pr. mán.

NovaTV fyrir aðra – fyrsti mánuðurinn er frír 490 kr. pr. mán.“

„Mér finnst þessi nýja uppfærsla ekkert spes vil hafa hina áfram,“ segir Jakob þá.

Katrín Aagestad Gunnarsdóttir, markaðsstjóri Nova, setur sig inn í umræðuna og reynir að lægja öldurnar. Hún svarar Jakobi:

„Þegar það koma nýjar uppfærslur á öppum, hvort sem það er Facebook, Instagram eða önnur öpp, þá tekur alltaf smá tíma að venjast breytingum – en með nýjum uppfærslum kemur alls konar nýtt gúmmelaði sem gerir glápið betra! Við erum alltaf til í athugasemdir til að gera betur, þú mátt endilega senda á mig ef þú er með hjálplegar ábendingar!“

Elías nokkur er ekki ánægður með innlegg Katrínar í umræðuna:

„„Þá tekur alltaf smá tíma að venjast breytingum“!! Við höfum nú snúið upp á höndina á þér. Við vitum að það er vont en það tekur bara smá tíma að venjast því!!

Njóttu þess að vera hjá Nova, kvalinn í höndinni!!

Þið eyðilögðuð þó nokkuð gott forrit og settuð eitthvað óskiljanlegt notendaÓvænt drasl í staðinn. Ég er að hugsa um að segja upp mínum áskriftum hjá ykkur út af þessu rugli í ykkur!“

„Búið að bögga mig í nokkra daga…skoða aðrar veitur fljótlega,“ segir Sigurbjörn.

Jóhanna er ánægð með Nova:

„Myndi alltaf velja Nova, miklu betri þjónusta og lægra verð en hjá Símanum og Vodafone.“

„Mun ódýrara hjá Hringdu og betri þjónusta,“ segir Guðmundur.

„Í mínu tilfelli kostar NOVA farsímaþjónustan mig um 10.000 kr. meira á mánuði en annað farsímafyrirtæki. Já ég er með sérþarfir. Þetta gerir 120.000 á ári sem NOVA kostar mig meira. En auðvitað á þetta ekki við alla,“ segir Ari, höfundur upphafsfærslunnar.

Hann lætur ekki þar við sitja:

„Svo er gáta!

Hvað ertu lengi að finna símanúmerið hjá NOVA á heimasíðu NOVA. Ég gafst upp og endaði á netspjalli, með mína þumalputta.

SLOW“

Markaðsstjóri Nova svarar Ara:

„Sæll Ari! Það er rétt eins og þú bendir á að núna er NovaTV frítt fyrir þá sem eru með farsímann eða netið hjá Nova, enda viljum við alltaf bjóða viðskiptavinum okkar upp á besta dílinn, bæði að fá NovaTV á 0 kr. ásamt fleiri góðum dílum sem leynast í Nova Appinu.

Þú getur að sjálfsögðu haldið áfram að nýta þér NovaTV fyrir 490 kr. á mánuði og þú færð fyrsta mánuðinn frían.

Kveðja, Katrín Markaðsstjóri Nova.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -