Fimmtudagur 18. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Niðurstöður könnunar: Mammon sigrar – einungis 3 prósent lesenda gefa engar jólagjafir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í gær birti Mannlíf könnun þar sem spurt var hvort lesendur væru búnir að kaupa allar jólagjafirnar þetta árið. Íslendingar hafa löngum haft þann stimpil á sér að vera dálítið seinir í þessum málum – en ef marka má niðurstöður könnunarinnar hefur það færst til betri vegar.

Niðurstöðurnar voru eftirfarandi:


Eins og sjá má eru langflestir, eða helmingur svarenda, sem eiga einungis eina eða tvær gjafir eftir.

Rúm 26 prósent eru búnir að kaupa hverja einustu gjöf og líta eflaust glottandi niður á hina.

Það eru þó ekki mikið færri sem hafa ekki keypt eina einustu gjöf – eða rúmlega 20 prósent svarenda. Svona nú, þetta fer allt vel. Það er alltaf Þorláksmessa.

Þrátt fyrir að hamrað sé á því úr öllum áttum þessi misserin að minnka megi neysluna og gjafaflóðið, ef til vill stefna á samverustundir með fjölskyldu og vinum frekar en að kaupa gjafir, þá virðist Mammon vera háværari. Það eru nefnilega einungis um 3 prósent svarenda sem gefa ekki jólagjafir þetta árið.

Drýsillinn Mammon.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -