Föstudagur 1. desember, 2023
0.1 C
Reykjavik

Nógu fífldjarfur til að flytja tangó – Glænýr hlaðvarpsþáttur væntanlegur í kvöld

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það er allt lagt í sölurnar í hlaðvarpi Mannlífs og nú hefur Jón Sigurður Eyjólfsson, sem sér um þáttinn Rúntað með Rucio, ákveðið að spila og syngja tangó fyrir áheyrendur í næsta þætti sem jafnframt er sá níundi í röðinni. Hann ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur heldur leikur frægasta tangó sem saminn hefur verið en það er lagið La cumparsita sem hvert mannsbarn kannast við þó heiti þess hljómi ekki kunnuglega. Ekki eru allir á eitt sáttir um ágæti lagsins, þrátt fyrir gríðarlegar vinsældir í heila öld, en einsog fram kemur í þættinum taldi tangómeistarinn Astor Piazzola þetta lag vera versta tangó sem saminn hefur verið. Hvað sem því líður þá geta áheyrendur dæmt sjálfir um það er þeir heyra það í þessari íslensku útgáfu. 

Það voru þeir Gerardo Matos og Roberto Firpo sem sömdu lagið en Enrique Pedro Maroni og  Pascual Contursi ortu ljóðið sem jafnan er sungið við það. Gerardo var frá Úrugvæ og stóð hann í áratuga deilum við hina þrjá sem komu frá Argentínu og stóð með pálmann í höndunum, þrátt fyrir að hafa selt lagið fyrir 20 pesósa, og átti síðar eftir að hala inn formúgum.

Þáttarstjórnandinn, sem búsettur er á Spáni, segir að vænta megi fleiri laga í eigin fluttningi: „Já, fyrst maður er nógu fífldjarfur til að flytja tangó þá er hætta á því að ég leyfi mér aðra eins vitleysu, og kannski að maður fái til liðs við sig söngvara og eflaust fleiri tónlistarmenn úr sveitinni.“

Þátturinn birtist á vef Mannlífs klukkan 19:00 í kvöld.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -