Föstudagur 25. nóvember, 2022
7.1 C
Reykjavik

Norðanfiskur og Fisherman ehf. brutu gegn lögum – Ekkert vistvænt við „vistvænt sjóeldi“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að Norðanfiskur og Fisherman ehf. höfðu brotið gegn lögum með villandi markaðsetningu þegar fyrirtækin höfðu merkt vörur sínar með fullyrðingum um vistvænt og sjálfbært laxeldi. Neytendasamtökin greindu frá.

Fyrirtækjunum var gert að gera svara fyrir hvort einhverjar vottanir lægju að baki fullyrðingunum. Norðanfiskur benti á að birgjar þeirra skilgreindu sig sjálfir sem vistvæna. Fisherman ehf. fullyrðir að framleiðsla sín sé vistvæn, umhverfisvæn og sjálfbær.

Samkvæmt Umhverfisstofnun flokkast sjókvíeldi sem mengandi iðnaður sem skilar skólpi frá framleiðslunni beint í sjóinn. Þá segir í greininni: „Norska umhverfisstofnunin hefur metið mengunina af hverju tonni í sjókví á við skólp frá 16 manneskjum. Laxar eru t.d. með leyfi fyrir 16.000 tonnum í Reyðarfirði, sem framleiðir þannig skólp á við 256.000 manns.  Það getur ekki talist vistvænt.“

Að auki er bent á í greininni að Hafrannsóknarstofnun hefur gefið út „áhættumat erfðablöndunar“. Þar er talið að allt að fjögurprósent af laxi í ám sé í raun úr eldi: „Það er í raun sturluð tala, einn af hverjum tuttugu löxum. Það getur ekki talist vistvænt.“

Hér má nálgast ákvarðanir og bréf Neytendastofu til Norðanfisks annars vegar og Fisherman ehf. hins vegar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -