Föstudagur 6. desember, 2024
-6.2 C
Reykjavik

Nýr kjarasamningur dregur úr vinnuálagi lækna: „Setja upp girðingar til að draga úr því“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Læknafélag Ísland er búið að semja við ríkið um nýjan kjarasamning en hann var undirritaður á skrifstofu ríkissáttasemjara í nótt.

Læknar hafa verið samningslausir í marga mánuði og tókst loksins að semja um nýjan samning en samkvæmt Steinunni Þórðardóttur, formanni Læknafélags Íslands, snýst hann aðallega um að draga úr álagi á læknum og stytta vinnutíma þeirra niður í 36 tíma eins og hefur verið samið um hjá mörgum stéttum á undanförnum árum.

„Við erum að horfa mjög á vinnuálag sem verið hefur á læknum og reyna að setja upp girðingar til að draga úr því eins og best við getum,“ sagði Steinunn við RÚV um málið en næstu skref eru að kynna samninginn fyrir meðlimum í félaginu.

„Við stefnum á fund næsta mánudagskvöld og svo fleiri fundi vegna þess að auðvitað þurfum við að ná að kynna þetta fyrir félagsmönnum alls staðar á landinu.“

Þegar búið verður að kynna samninginn verður svo hægt að kjósa um hann en Steinunn reiknar með að sú kynning taki um það bil tíu daga. Ekki liggur fyrir hvenær verður kosið um hann.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -