Laugardagur 30. september, 2023
9.1 C
Reykjavik

Óður maður ógnaði með hníf í Mjódd – Vopnaðir reiðhjólaþjófar gómaðir með þýfi

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Tilkynning barst úr verslunarkjarnanum Mjóddinni í Breiðholti um óðan mann sem ógnaði öðrum með hnífi. Tilkynnandi gat gert lögreglu skil og bent á hnífamanninn. Voru hendur hafðar í hári hins óða og hann handtekinn ásamt örðum aðila. Báðir voru vistaðir fangageymslu vegna málsins.

Tilkynnt var um vopnaða reiðhjólaþjófa, en til þeirra hafði sést að eiga við læst reiðhjól. Þegar lögregla kom á vettvang voru tveir handteknir. Voru þeir með hníf og klippur á sér. Einnig voru þeir með nokkuð magn að þýfi á sér. Báðir vistaðir vegna málsins.

Fingralangur þjófur lét greipar sópa í snyrtivörudeild apóteks í Reykjavík. Þegar lögreglu bar að garði gerði starfsfólk þjófnum betri skil og fann lögreglan þjófinn skammt frá. Kom í ljós að fröken Fingralöng var með snyrtivörur á sér og hafði einnig notað nýjar snyrtivörur inn í apótekinu án þess að greiða fyrir þær. Málið var afgreitt með hefðbundnum hætti lögreglunar.

Þá barst tilkynning um slagsmál í miðbæ Reykjavíkur þar sem árásarmaður hafði veist að tveimur aðilum. Lögreglan handtók geranda og var sá hinn sami vistaður í fangageymslu vegna málsins.

Lögreglu barst tilkynningu um eld í ökutæki við Costco. Allnokkur eldur logaði í bifreiðinni þegar lögregla kom á vettvang. Engin slys urðu á fólki

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -