Sunnudagur 4. desember, 2022
2.8 C
Reykjavik

Ofbeldi unglinga fer vaxandi – Sjáðu tölfræðina

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Ofbeldi unglinga hefur verið mikið í fréttum og í umræðunni undanfarnar vikur en telja margir að sterkar vísbendingar séu um aukningu á þessu sviði og að ofbeldið sé orðið grófara.

Mannlíf bað Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu að taka saman tölfræði um ofbeldi unglinga og ungmenna síðustu árin. Hér eru niðurstöðurnar:

Fyrirvari:

Hér er aðeins um að ræða þann fjölda tilkynninga um ofbeldisbrot sem komið hafa á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en ekki á landsvísu. Tölur ná frá árinu 2008 og til og með 6. október 2022.

Aðferð:  

Teknar voru út upplýsingar um ofbeldisbrot á höfuðborgarsvæðinu þar sem gerandi og/eða þolandi var undir 18 ára aldri.

- Auglýsing -

 

Mynd 1 sýnir fjölda tilkynninga ofbeldisbrota til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem gerandi er undir 18 ára á árunum 2008 til og með 6. október 2022. Myndin sýnir annars vegar fjölda einstaklinga undir 18 ára og fjölda mála yngri en 18 ára hins vegar.
Fjöldi brota eftir kynjum.

Svar:

Eins og sést á myndinni fór ofbeldisbrotum ungmenna undir 18 ára aldri að mestu fækkandi frá árinu 2008 til ársins 2014 þegar tilkynnt var um fæst slík brot hjá LRH. Upp frá því hefur brotum farið fjölgandi, fyrir utan árið 2019. Aldrei hefur verið tilkynnt um fleiri ofbeldisbrot ungmenna en í fyrra. Miðað við þróunina í ár lítur út fyrir að aðeins hafi dregið úr slíkum tilkynningum og ef ekki verða stórar breytingar á tilkynningum á síðasta fjórðungi ársins er líklegt að fjöldi tilkynninga verði á pari við árið 2020.

- Auglýsing -

Sem sagt, ofbeldi meðal ungmenn hefur farið fjölgandi síðan 2008 en virðist standa í stað í ár en metfjöldi brota voru tilkynnt í fyrra og því ástandi ekki gott.

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -