Fimmtudagur 25. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Öfugt sáðlát – „Aukaverkun sem ég vona að ég muni aldrei kynnast“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þórarinn Þórarinsson, blaðamaður, deildi í opinberri færslu á Facebook raunum sínum og kvölum sem hann upplifði á föstudaginn síðastliðinn. Þórarinn var staddur á bráðamóttökunni sökum nýrnasteins sem olli honum talsverðum þjáningum. Í forlátum lazyboy með flatskjá fyrir framan sig sat hann og beið endanlegra niðurstöðu lækna. Færsla Þórarins er litrík og skemmtileg og lýsir hann biðinni og fyrirlitningu sinni á dagskráefni RÚV svoleiðis:

„Þar sat ég síðan tímunum saman í óttablöndnu verkjalyfjamóki og kvíðakasti yfir þeim illbærilegu þjáningum sem biðu mín þegar virkni sprautunnar góðu fjaraði út.
Eftir kvöldfréttir, íþróttafréttir (sem ég hata og fylgist annars aldrei með), veðurfréttir (sem ég hef næstum jafn lítinn áhuga á og sporti), óþægilega óintressant Kastljós og hálfan vandræðalega leiðinlegan þátt, með einhverjum leppalúðum að erfiða við að vera fyndnir í greiningu á tónlist Bergþóru Árnadóttur, helltist yfir mig lamandi ótti og óbærileg angist sem hafði, merkilegt nokk, ekkert með nýrnasteininn minn að gera og ég hugsaði með mér:
Ef þau ætla að láta mig hanga hérna mikið lengur og sitja nauðugan undir Gísla Marteini þá drep ég mig!

Sem betur fer kom læknirinn á síðustu stundu, messaði niðurstöður rannsókna yfir mér, skrifaði út máttlítil verkjalyf og einhverjar pillur með mjög svo framandi aukaverkun, sem ég vona að ég muni aldrei kynnast og kallast „öfugt sáðlát“, og sendi mig heim.„

Í athugasemdum við færsluna deilir Þórarinn lítilli ljósmynd af fylgiseðli lyfsins sem útskýrir hugtakið öfugt sáðlát. Er það seðlinum samkvæmt þegar sæðið skilar sér ekki út um þvagrás karlmannsins heldur upp í þvagblöðruna.

Ein aukaverkun lyfjanna sem Þórarinn fékk er öfugt sáðlát. Mynd/skjáskot

Þórarinn var frelsinu feginn og ekki síst að sleppa við að vera nauðbeygður til áhorfs á Vikunni með Gísla Marteini:

„Ég komst þannig naumlega undan óbærilegum léttleika GMB og reglulegra fastagesta hans en tel mig um leið hafa reynt á eigin andlega skinni að þessi meinti skemmtiþáttur er meira krípí og fráhrindandi en „sáðlátsbrestur“ og sársaukafyllri og hræðilegri en nýrnasteinakast.
Geri aðrir betur!“

- Auglýsing -

Hér að neðan má sjá færslu Þórarins í heild:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -