Þriðjudagur 26. september, 2023
10.1 C
Reykjavik

Ökufantar halda vöku fyrir íbúum: „Það þarf að taka á þessum krakkalökkum áður en einhver snappar“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Hópur manna heldur vöku fyrir íbúum í Miðbænum með ofsaakstri og hávaða sem því fylgir.

Maður sem Mannlíf ræddi við segir ófremdarástand vera við Tryggvagötu og Mýrargötu. Segir hann hóp ungra manna gera í því að keyra um götur hverfisins með hávaða og látum og haldi þannig vöku fyrir íbúunum. Hófust lætin í sumarbyrjun og hafa ekki hætt síðan, heldur þvert á móti aukist ef eitthvað er.

Segir maðurinn, sem ekki vill láta nafn síns getið að hann og félagi hans hafi skrifað færslu á Facebook í byrjun sumars þar sem þeir sögðu frá áreitinu. Segist hann hafa birt mynd af drengnum sem lét hvað verst, ásamt fullu nafni og heimilisfangi. „Síðan hafa þetta verið stanslausar ofsóknir fram á nætur.“ Segir maðurinn að um sé að ræða klúbb sem kalli sig Illegal Night Racing en hann segir að fólk í hverfinu hafi fengið ógeðfeldar hótanir frá meðlimum klúbbsins. „Hér hefur fólki verið hótað nauðgun með járnstöng og íkveikjum.“

Þó segir maðurinn að 99 prósent af krökkunum í klúbbnum hagi sér „eins og manneskjur“ en að um það bil fjórir til fimm aðilar séu að „skíta öll hin út.“ Þá gaf maðurinn upp fullt nafn á þeim sem er í forsvari fyrir klúbbinn og segir hann skráðan til húsa á Akranesi.

Á Facebook er að finna hópinn Illegal Night en áður hét hópurinn Illegal Night Racing Iceland en hann var stofnaður árið 2022. Meðlimir hópsins eru yfir fjögur þúsund.

Aðspurður hvort lögreglan hafi ekkert gert í málinu segir íbúinn lítið koma út úr slíku. „Ég hef ekki hringt persónulega, en það sem fólk hér segir mér er að þeir segjast munu senda bíl, sem getur vel verið að þeir geri, en það leysir ekkert. Hér vantar myndavélar og meiri hraðastýringu og það þarf að taka á þessum krakkalökkum áður en einhver snappar.“

- Auglýsing -

Þá sagðist maðurinn hafa fengið nóg í gærnótt. „í gær kastaði ég eggi í einn vitleysinginn, og því var svarað með því að siga á mig löggunni fyrir að hafa verið að „kasta grjóti í bílana þeirra allt kvöldið,“ sagði hann og bætti við: „Alveg súrrealískt hvað þessir pabbastrákar telja sig yfir allt hafna og mega misnota lögreglu með röngum sakargiftum til að reyna að kúga umhverfið til hlýðni við sig.“

Hér má sjá myndbrot af hávaðaakstrinum:

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -