Fimmtudagur 22. september, 2022
9.1 C
Reykjavik

Ökumaður framvísaði fölsuðu skírteini – Reyndist aðeins 14 ára gamall

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Talverður erill var í gærkvöldi og í nótt hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt dagbók hennar.

Í miðbænum barst tilkynning um klukkan 19:00 um rafhlaupahjólaslys. Vitni sá 66 ára gamlan mann detta á rafhlaupahjól og á húsvegg. Er maðurinn talinn hafa misst meðvitund við fallið en það blæddi úr nefi hans. Var hann fluttur með sjúkrabifreið til aðhlynningar á Bráðadeild.

Þá slasaðist ungur maður á rafhlaupahjóli í Hlíðunum í nótt. Hlaut hann áverka á augabrún en sagðist lítið muna hvað gerðist. Var hann fluttur til aðhlynningar á Bráðadeild. Er maðurinn grunaður um ölvun við akstur.

Í Hafnarfirði mætti maður inn á hótel og gerði sig lítið fyrir og stal yfirhöfn og farsíma af starfsmanni en í yfirhöfninni voru bíllyklar hans. Náðist þjófnaðurinn á öryggismyndavélum.

Aukreitis fundust fíkniefni á leikvelli í Hafnarfirði. Vegfarandi afhenti lögreglu nestisbox með ætluðum fíkniefnum sem fannst á leikvelli. Talið er að boxið tilheyri ungmennum sem venja komur sínar þangað. Lögreglan lagði hald á efnin.

Í Garðabæ var ökuníðingur stoppaður eftir að hafa mælst á 146 km/klst á Reykjanesbraut þar sem má keyra á 80 km/klst.

- Auglýsing -

Þótt ótrúlegt sé var nagladekkjaníðingur stoppaður í Kópavogi í gær en hann var á tveimur nagladekkjum og var hann kærður fyrir óheimila notkun á nagladekkjum.

Í Breiðholti var ekið á 11 ára dreng á rafhlaupahjóli. Kvartaði hann um verki í fæti og baki og var fluttur með sjúkrabíl til aðhlynningar á Bráðadeild en sem betur fer var móðir hans á vettvangi.

Þá var bifreið stöðvuð í Kópavogi í gærkvöldi en ökumaðurinn framvísaði fölsuðu ökuskírteini. Reyndist hann ekki hafa öðlast ökuréttindi enda aðeins 14. ára gamall. Samband var haft við foreldra drengsins og unnið með þeim í málinu.

- Auglýsing -

Í Hólahverfi í Breiðholti var maður handtekinn grunaður um að hafa ráðist á starfsmann Pizzastaðar. Var hann handtekinn og vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn málsins. Ekki er vitað um áverka hjá árásaþola.

Í Grafarvogi var 17 ára ökumaður stöðvaður en hann var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna sem og vörslu fíkniefna. Málið er nú unnið með aðkomu móður drengsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -