Fimmtudagur 28. mars, 2024
3.8 C
Reykjavik

Olav er einn af Breiðavíkurdrengjunum – Selur eigurnar til bjargar hundinum: „Hann er barnið mitt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Olav Ingvald Olsen er 75 prósent öryrki en hann einn af Breiðavíkurdrengjunum svokölluðu sem máttu þola ofbeldi og hryllilegt harðræði í æsku. Hundur hans, Zorro er veikur og þarf að komast í aðgerð en Olav hefur ekki efni á því.

Olav Ingvald Olsen
Ljósmynd: Facebook

Hann skrifaði eftirfarandi færslu á Facebook:

„Ég er að reyna að safna fyrir hann Zorro minn.  Hann er 13 ára gamall Borador sem ég elska meira en lífið sjálft. Það þarf að fjarlægja nokkur stækkandi fituæxli og líklega einn jaxl.

Ég sé að þetta er farið að valda honum miklum óþægindum og hjarta mitt er að bresta við það að sjá hann þjást…
Ég er orðinn 75% öryrki og næ engan vegin að safna fyrir þessari aðgerð. Þegar ég er búinn að borga leigu, hita, rafmagn, síma og sjónvarp, þá get ég keypt mat handa honum og kettina mína og stundum fyrir mig út mánuðinn…
Ég er ekki að biðja um ölmusu, er enn of stoltur til þess en ég á fullt af dóti sem ég nota ekki og ætla að reyna að selja, og vil ég biðja ykkur sem eru Facebook vinir mínir að dreifa þessum pósti sem víðast…
Með pósti læt ég fylgja með myndir af því sem ég er að selja….
Fólki er einnig velkomið að koma til að hitta Zorro og kíkja í Ólajólabúðina mína, breytti svefnherberginu í litla búð….

(Meistaravellir 23. Sími 8439797 )

Ég er stoltur karlmaður á besta aldri, og það er erfitt að opna sig og segja frá vandamálum sínum, en verð að brjóta odd af oflæti mínu til að bjarga barninu mínu sem ég elska meira en hægt er að lýsa með orðum, myndi fórna lífi mínu fyrir hann…“

Hér er Zorro bara hvolpur
Ljósmynd: Aðsend

Mannlíf heyrði í Olav hljóðið og spurði hann nánar út í málið.

- Auglýsing -

„Já, það þarf að fjarlægja þrjú til fjögur fituæxli og hann þarf í tannhreinsun og jafnvel tannúrtöku. Og svo er það svæfingin og blóðrannsókn.“

„Og er þetta ekki rándýrt?“

„Jú, þetta gæti kostað 200 til 300 þúsund krónur,“ svaraði Olav dapur í bragði.

- Auglýsing -

Þegar blaðamaður Mannlífs spurði Olav hvernig gangi að safna beygði Olaf af, var klökkur er hann sagði: „Eftir að ég talaði við systur mína þá er ég kominn með um 70.000 krónur.“

Zorro verður 13 ára um jólin en Olav hefur átt hann ansi lengi. „Hann er bara barnið mitt.“

Zorro er glæsilegur hundur.
Ljósmynd: Aðsend

Eins og fram kom áður þá var Olav Ingvald á Breiðuvík sem drengur en það segir hann vera löngu liðna tíð en „kannski þess vegna sem ég hugsa svona vel um dýrin mín. Þau kunna að elska mann skilyrðislaust.“

Þau sem vilja hjálpa Olav að safna fyrir aðgerð Zorro er bent á að annað hvort leggja pening inn á Olav en hér eru bankaupplýsingarnar:  0515-26-142102 231064-2819
eða hringja í hann, hafi fólk áhuga á að kaupa af honum eitthvað af munum og gripum sem hann á.

Símanúmer hans er 843-9797.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -