Miðvikudagur 20. september, 2023
8.8 C
Reykjavik

Ólga meðal foreldra vegna veggspjalds í grunnskóla: „Um að ræða blæti“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Mikil umræða hefur skapast í kjölfar veggspjalds sem hengt var upp í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Á veggspjaldinu er fræðsluefni um kynhneigð, kynvitund, kyneinkenni og kyntjáningu. Undir fræðslu um kynhneigð sendur:
„Kynhneigð segir til um það hverjum fólk verður skotið í, ástfangið af og/eða laðast að. Kynhneigð er allskonar, getur breyst með tímanum og er mismunandi hjá hverjum og einum. Fólk getur laðast að einhverjum af öðru kyni, af sama kyni, af tveimur eða fleiri kynjum en fyrir öðrum skiptir kyn ekki máli þegar kemur að aðlöðun. Sum laðast lítið eða ekkert að öðru fólki. Sumum hentar að skilgreina kynhneigð sína en öðrum ekki“.
Gagnkynhneigð: að laðast að fólki af öðru kyni
Samkynhneigð: að laðast að fólki af sama kyni (hommar/lesbíur)
Tvíkynhneigð: að laðast að fólki af fleiri en einu kyni
Pankynhneigð: að laðast að fólki óháð kyni
Eikynhneigð: að laðast lítið eða ekkert að öðru fólki
BDSM-hneigð: að laðast að fólki sem deilir löngunum um samþykk og meðvituð valdaskipti.

Samkvæmt heimildum Mannlífs er veggspjaldið sýnilegt börnum frá sex ára aldri en hafa margir foreldrar stigið fram og lýst yfir óánægju sinni á því að BDSM sé flokkað undir kynhneigð á spjaldinu.  „Skynsamt fólk veit að svo er ekki, heldur er um að ræða blæti sem fullorðið fólk leikur sér með í kynlífsathöfnum. Valdaleikur, ofbeldi, grímur, leðurklæðnaður o.s.frv. Þegar ég leitaði að BDSM á leitar stikunni kemur fram að efnið þykir óviðeigandi og bara ætlað fullorðnum,“ segir meðal annars í einni ábendingu foreldra. Þá hefur mikil umræða skapast um málið inn á Facebook-síðunni Mæðra tips. Mannlíf hafði samband við umræddan skóla sem vildi ekki svara fyrirspurnum um málið og beindi spurningum að skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Fréttin verður uppfærð þegar svör berast frá frístundasviði en veggspjaldið má sjá hér að neðan.

Veggspjaldið hefur vakið athygli

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -