Fimmtudagur 30. mars, 2023
4.8 C
Reykjavik

Olíufélögin kynda undir verðbólgubálið: „Álagningarokur“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Lækkanir á heimsmarkaðsverði eldsneytis skila sér ekki til íslenskra neytenda, en íslensk olíusölufyrirtæki hafa aukið álagningu sína á bensínlítran um 40 prósent á milli mánaða. Félag íslenskra bifreiðaeiganda greinir frá og krefur olíufélögin að skila lækkuninni á heimsmarkaðsverði til neytanda hér heima – ekki seinna en strax. Þá kemur fram í greininni að:„Eldsneytisverð vegur þungt í vísitölu neysluverðs með tilheyrandi áhrifum á verðbólgu. Há álagning og hátt bensínverð kemur ekki bara illa við budduna við dæluna. Aukin verðbólga dregur úr verðgildi peninga og eykur vexti og kostnað vegna verðtryggingar lána.“

Jafnframt bendir félagið á að: „Allar vísitölur á erlendum mörkuðum hafa farið niður á meðan eldsneytisverðið hér heima hreyfist lítið.“

Þar segir: „Álagningarokur ofan á óvenju hátt heimsmarkaðsverð eykur einnig tekjur af erlendum ferðamönnum enda vegir landsins þétt skipaðir ökutækjum erlendra gesta. Það er ljóst að þessi mikla umferð skapar freistingu hjá þeim sem óttast ekki samkeppni um viðskipti enda eru öll olíufélögin að taka þátt í okrinu.“

Mynd / Félag íslenskra bifreiðaeiganda

Félag íslenskra bifreiðaeiganda birtir samanburðarmynd sem sýnir verðþróun á bensíni og díselolíu á Íslandi og Danmörku frá 1. júní 2022 til 19. júlí 2022.

„Dönsku verðin hafa verið uppreiknuð með viðmiðunagengi dönsku krónunnar hjá Seðlabanka Íslands. Verðin koma fram á vinstri ás grafsins í íslenskum krónum (ISK). Súlurnar eru dagsverðin yfir sama tíma á Brent olíufatinu í Bandaríkjadölum (USD). Verðin í USD koma fram á hægri ás grafsins. Á grafinu má einnig sjá stefnulínur (linear) fyrir verðþróun á bensíni á Íslandi, í Danmörku og verðþróunina á Brent hráolíufatinu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -