Föstudagur 2. júní, 2023
10.8 C
Reykjavik

Öllum þolendum Gunnars prests vikið frá störfum

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Sunna Dóra Möller prestur segir miklar starfsmannahreinsanir hafa átt sér stað frá því að mál Gunnars Sigurjónssonar prests kom upp í desember árið 2021.
Þar sökuðu sex konur Gunnar um einelti, kynferðislega áreitni og kynbundið ofbeldi. Í skýrslu frá óháðu teymi þjóðkirkjunnar var að lokum staðfest á síðasta ári á Gunnar hefði gerst sekur um tíu brot.

„Organ­istinn er síðasti þolandinn sem fær að fjúka úr Digra­nesi og hefur þá orðið al­gjör og for­dæma­laus hreinsun á starfs­fólki innan kirkjunnar sem stóð að baki skýrslunni gegn Gunnari, á­samt konum sem voru á hliðar­línunni með tengsl og annars konar of­beldis­mál gegn til dæmis nú­verandi sóknar­nefndar­for­manni,“ sagði Sunna í samtali við Fréttablaðið og vísar til Val­gerðar Snæ­land Jóns­dóttur, formanns sóknar­nefndar kirkjunnar.

„Við þol­endur höfum notið eins mikils skjóls frá Biskups­stofu eins og mögu­legt er og fyrir það er ég þakk­lát,“ segir Sunna en Gunnar fær ekki að snúa aftur til starfa. Þá kemur fram í umfjöllun Fréttablaðsins að fólk hafi verulegar áhyggjur af stöðu kirkjunnar en margir telja nauðsynelgt að formaður sóknarnefndar stigi til hliðar.

„Það er ekkert í starfs­reglum kirkjunnar sem heimilar biskups­em­bættinu að hrófla við sóknar­nefndum þegar svona mál koma upp og þar liggur vandinn,“ sagði Sunna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -