Fimmtudagur 11. ágúst, 2022
8.8 C
Reykjavik

Ómar telur rússneska flotann verða áberandi á höfunum – Gamall draugur Kalda stríðsins ber á dyr

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Ómar Ragnarsson telur rússneska flotann muni herja meira á höfin á næstunni.

Ómar Ragnarsson, skemmtikraftur og fyrrum fjölmiðlamaður, skrifaði færslu í dag á bloggsíðu sinni en færsluna kallar hann Endurómur Kalda stríðsins. Hlekkjar Ómar við færsluna frétt um beiðni bandaríska flughersins um milljarða fjárfestingu á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Segir Ómar að þessar auknu framkvæmdir líkist því að gamall draugur Kalda stríðsins banki á dyrum.

„Auknar framkvæmdir á vegum bandaríska hersins hér á landi líkjast því að gamall draugur Kalda stríðsins sé að berja að dyrum á Norður-Atlantshafi í kjölfar þess að nú verða öll Norðurlöndin í fyrsta sinn aðildarríki að NATO.“

Í seinni parti færslunnar segir Ómar að það sé öruggt að rússneski flotinn muni leika vaxandi hlutverk á höfunum á næstunni.

„Þótt erfitt sé að átta sig til fulls á því hvernig stríðsgæfan muni skiptast í Úkraínustríðinu liggur hitt ljóst fyrir að rússneski flotinn virðist ætla að verða áfram ein styrkasta stoð heraflans og leika vaxandi hlutverk á höfunum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -