Þriðjudagur 21. mars, 2023
2.8 C
Reykjavik

Ómar um sumarið í ár: „Landið okkar heitir kaldasta nafni í heimi, svo að hvað er verið að kvarta?“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Ómar Ragnarsson segir ekkert skrítið að hér sé oft kalt og umhleypingasamt, landið heitir kaldasta nafni í heimi.

Sumarið er senn á enda hér á norðurhveli jarðar en í ár hefur verðráttan ekki verið neitt til að hrópa húrra yfir hér á landi. Íslendingar hafa hópast til heitu landanna í von um D-vítamín í kroppinn og hafa sjálfsagt margir íhugað að flytja af landi brott, til landa sem bjóða upp á betra veður. Ómar Ragnarsson er ekki einn af þeim. Hann skrifaði færslu á bloggsíðu sína þar sem hann hlekkir við frétt Mbl.is um tíst netverja um sumarið sem aldrei kom. Ómar er ekki hissa á veðrinu því við búum jú í landi sem heitir Ísland.

„Landið okkar heitir kaldasta nafni í heimi, svo að hvað er verið að kvarta?

Vegna þess að dýpsta lægðin að meðaltali á jörðinni er suðvestan við Ísland í janúar er landið auðvitað með mestu umhleypfingana og mesta meðalvindinn sem þekkist á hnettinum á þeim árstíma,“ skrifar Ómar í byrjun færslu sinnar. Í seinni helmingi færslunnar bendir hann á nokkra ljósa punkta varðandi Ísland.

„Er þá enginn ljós blettur á þessu?  Jú, jú, og meira að segja nokkrir.  Meðalhiti í janúar er svipaður og í New York í Bandaríkjunum eða í Ankara í Tyrklandi. Sumarmánuðirnir eru ekkert hlýrri í Færeyjum en hér, þótt Færeyjar liggi mun sunnar. En sumarmánuðirnir eru bjartari hér en í Færeyjum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -