Föstudagur 20. maí, 2022
8.8 C
Reykjavik

Ómar varð bráðkvaddur í Kaupmannahöfn – Söfnun hafin til að koma honum heim til Íslands

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Ómar Andrés Ottósson varð bráðkvaddur af völdum heilablæðingar í Kaupmannahöfn sunnudaginn 8. maí.

Hann var tvítugur að aldri og var að ljúka stúdentsnámi, en einnig hafði hann lokið bóklegu námi til pípulagningameistara og eingöngu verklegt nám eftir þar.

Ómar stefndi á háskólanám í sálfræði þar í borg, en hann hefur verið í Kaupmannahöfn frá 2015. Það er huggun aðstandenda hans í sorginni að Ómar var líffæragjafi og líffæri hans hafa nú gefið mörgum veikum einstaklingum aukin lífsgæði og von um betra líf.
Fjölskylda hans undirbýr nú flutning Ómars heim til Íslands. Efnt hefur verið til söfnunar til að aðstoða straum af þeim mikla kostnaði sem fylgir flutningi á honum heim og útför.

Aðstandendur Ómars gáfu Mannlífi góðfúslegt leyfi til að birta eftirfarandi texta en hafin er söfnun til að standa straum að kostnaðinum sem fylgir að koma Ómari heim til Íslands og vegna útfarakostnaðar. Mannlíf sendir aðstandendum Ómars innilegar samúðarkveðjur.

Ómar Andrés Ottósson, tvítugur verðandi stúdent varð bráðkvaddur að morgni sunnudags. 8. maí úti í Kaupmannahöfn þar sem hann hefur búið í nokkur ár með fjölskyldunni sinni. Nú hefur þessi afar hjartahlýi, fyndni, og umhyggjusami ungi maður í blóma lífsins verið numinn skyndilega og óvænt frá fólkinu sínu. Ómar var rétt að hefja lífið og frelsið eftir menntaskólaárin var rétt handan við hornið. Við viljum trúa að Ómar Andrés sé nú í Sumarlandinu í faðmi pabba síns, afa og ömmu. Hann var líffæragjafi og andlát hans hefur nú fært nokkrum einstaklingum von um betra líf og lífsgæði með líffærunum hans að gjöf sem er huggun allra í sorginni. Það var sannarlega í hans anda að enda jarðvist sína með slíkri gjöf, því hann gaf öllum svo mikið af sér.
Lína, Snorri og fjölskylda eru nú í því ferli að undirbúa Ómar fyrir flutning til Íslands sem þau vona að verði á næstu dögum. Það er afar kostnaðarsamt ferli en það er einlægur vilji fjölskyldunnar að halda honum hans hinstu veislu á Íslandi og leggja hann til hvílu hjá ömmu og afa hans í Garðakirkjugarði í Garðabæ að því loknu.
Lína og Snorri standa því frammi fyrir miklum og óvæntum kostnaði, bæði kringum flutninginn á honum heim og útfararkostnaði. Við sem erum á hliðarlínunni við þau í þessu verkefni og áskorun að sjá tilgang með lífinu eftir þetta, getum best stutt við þau núna með fjárstuðningi í tengslum við útförina. Það mun taka þau langan tíma að vinna úr sorginni og vinna úr tómleikanum sem fylgir. Viðbúið er að leiðin framundan verði hlykkjótt með tilheyrandi vinnutapi og kostnaði við aðstoð fagfólks við að finna hugarró og að læra að lifa með svona stóru áfalli, en barnsmissir fylgir fólki alla tíð.

Ef þú hefur tök á og vilt vera bakhjarl Línu, Snorra og fjölskyldu þá eru hér upplýsingar um bankareikning sem hægt er að leggja frjáls framlög inn á. Margt smátt gerir eitt stórt.

Bankareikningur í Danmörku: 0400 4021890834
Bankareikningur á Íslandi: 0513-26-200174
Kennitala. 110174-3499
Reikningseigandi: Sigurlína Andrésdóttir
Með fyrirfram þökk fyrir stuðninginn

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -