2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Opna á morgun fyrir alþjóðaflug til Tenerife

Spánverjar opna landamærin sín á morgun fyrir alþjóðaflug en þó aðeins í gegnum velvalda flugvelli landsins. Meðal þeirra eru flugvellir Gran Canaria og Tenerife eyjanna í Kanaríeyjaklasanum. Ferðalangar sem til Spánar koma verða enn sem komið er að fara í tveggja vikna sóttkví og sýna fram á tilgang ferðar en það kann að breytast eftir viku.

Millilandaflug hafa verið í mýflugumynd á Spáni undanfarna mánuði sökum kórónuveirufaraldursins sem skall af miklum þunga á landinu þar sem tæplega 28 þúsund manns hafa látið lífið. Í dag létust 102 og er það lægsta tala sem skráð er í tvo mánuði. Á morgun opna spænsk yfirvöld fyrir frekari flug á flugvelllina í Madríd, Barcelona, Alicante, Sevilla, Malaga, Palma á Mallorca, Ibiza og Valencia. Þessir vellir voru valdir útfrá öryggissjónarmiðum.

Spænsk stjórnvöld hafa hafið ferlið að aflétta samgöngu- og samkomuhöftum og fyrir viku síðan fengu verslanir og veitingastaðir að opna. Þá opnaði meðal annarra Íslenski Bar-inn á Tenerife eftir tveggja mánaða útgöngubann.

Sjá hér: Íslenski Bar-inn opnar aftur

AUGLÝSING


Föstudaginn 20. mars fór síðasta vélin með íslenska ferðalanga frá Tenerife til Íslands en þá viku höfðu íslensku ferðaskrifstofurnar skipulagt nokkrar neyðarflugferðir frá eyjunni spænsku í samráði við Neytendastofu og íslensk ferðamálayfirvöld.

Sjá meira hér: Íslendinganna sárt saknað

Lestu meira

Engar færslur fundust.

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum