Föstudagur 29. mars, 2024
4.8 C
Reykjavik

Óráðið hvort ferjur fái viðbótarstyrki vegna COVID-19

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Enn er með öllu óljóst hvort Vegagerðin styrki rekstur íslenskra ferja aukalega í sumar vegna COVID-19 faraldursins. Þetta kemur fram í svari Bergþóru Kristinsdóttur, framkvæmdastjóra þjónustusviðs Vegagerðarinnar.

Eini styrkurinn sem hefur verið staðfestur er við Sæferðir á Stykkishólmi vegna ferjusiglingar um Breiðafjörð, líkt og Mannlíf greindi nýverið frá. Sæferðir eru með vetrarsamning við Vegagerðina og þurfti á sumarstyrk að halda til að halda úti siglingum um Breiðafjörð. Samkvæmt Bergþóru liggur kostnaður vegna samningsins ekki fyrir, en Mannlíf hefur heimildir fyrir því að samningurinn hljóði upp á tæpar 40 milljónir króna til að halda úti daglegum siglingum í sumar milli Stykkishólms og Brjánslækjar.

„Það liggur þó fyrir að Vegagerðin hefur heimild til að styrkja rekstur Herjólfs vegna COVID-19 til viðbótar í sumar til að tryggja samgöngur til Vestmannaeyja,“ segir Bergþóra. Herjólfur, Grímseyjaferjan og Hríseyjarferjan hljóta allar sumarstyrki frá Vegagerðinni. Í fyrra námu þeir nærri 75 milljónum en Bergþóra segir að þeir komi mögulega til með að verða lægri nú þar sem fjöldi ferðamanna verði líklega

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -