Fimmtudagur 10. október, 2024
2.6 C
Reykjavik

Ormar er fallinn frá

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ormar Þór Guðmundsson arkitekt er látinn en hann var 89 ára gamall. Mbl.is greinir frá andláti hans.

Ormar fæddist á Akranesi árið 1935 og var elstur í hópi fimm systkina en foreldrar hans voru Pálína Þorsteinsdóttir og Guðmundur Björnsson.

Eftir að hafa lokið framhaldsskólagöngu á Ísland hélt hann til Stuttgart í Þýskalandi þar sem hann lærði arkitektúr í Tækniháskólanum í Stuttgart. Stuttu seinna hélt hann svo til Bandaríkjanna og lauk meistarapróf í Harvard.

Ormar hannaði á ævi sinni mörg þekktustu hús landsins og er hægt að nefna Verzlunarskóla Íslands, Fellaskóla og Flensborgarskólann í þeim efnum. Þá hannaði arkitektastofan sem hann stofnaði Eiðstorg á Seltjarnarnesi en Ormar var þekktur fyrir að hanna hús í brútalískum stíl. Þá var hann tvívegis formaður Arkitektafélags Íslands.

Íþróttir spiluðu stórt hlutverk í lífi Ormars en hann þótti góður körfuboltamaður á sínum yngri árum ásamt því að stunda skíða, tennis, golf, sund og fjallaferðir.

Ormar lætur eftir sig eiginkonu og fjögur börn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -