Föstudagur 2. júní, 2023
9.8 C
Reykjavik

Örvæntingafullir leigjendur í neyðarskýli fyrir heimilislausa með fjölþættan vanda

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Einstaklingar sem hrakist hafa af leigumarkaði og hafa ekki í önnur hús að vernda sækja nú í auknum mæli í neyðarskýli Reykjavíkurborgar sem ætluð eru fólki með vímuefna- og/eða geðrænan vanda.

„Neyðarskýlin eiga að þjónusta fólk sem glímir við heimilisleysi og er með miklar og flóknar þjónustu þarfir. Verið er að setja auka álag á neyðarskýlin, álag sem á að díla við annars staðar,“ útskýrir Halldóra R. Guðmundsdóttir forstöðumaður Konukots en tekur jafnframt fram að lögð sé áhersla á að vísa engum frá og að starfsfólk Konukots leggi sig fram við að brúa bilið en bendir á að þetta sé ekki hópurinn sem skýlið eigi að vera að þjónusta.

Þrjátíu prósent falli ekki undir úrræðið

Í samtali við Mannlíf segir Halldóra R. Guðmundsdóttir að laust megi áætla, miðað við síðustu nætur, að um þrjátíu prósent þeirra kvenna sem nýta sér gistipláss skýlisins séu með ekki með vímuefna- eða geðrænan vanda og falli því ekki undir úrræðið á vegum borgarinnar. Er hópurinn að langmestu leyti konur að erlendum uppruna sem áður höfðu leigt herbergi en misst húsnæðið vegna aukins straums ferðamanna.

Aðspurð hvort mikil aukning hafi verið í þessum tiltekna hópi; „Já, þetta er svolítið mikil aukning. Erlendar konur sem hafa misst húsnæði og vinnuna á sama tíma,“ segir Halldóra og útskýrir að á meðan heimsfaraldurinn stóð yfir voru konurnar ðað leigja á viðráðanlegu verði en misstu húsnæðið þar sem leigusalar höfðu séð hag í að leiga húsnæðið frekar til ferðamanna.

„Svo þetta er konur í láglaunastörfum eða á einhverri fjárhagsaðstoð sem hafa ekki ráð til að leigja neitt,“ og segir Halldóra mikinn og merkjanlegan mun á aðstæðum og aðsókn þessa hóps eftir heimsfaraldurinn. „Fáranleg aukning,“ segir hún og vísar á ársskýrslu Konukots og bendir á að gistinóttum hafi fjölgað um 800 milli áranna 2021 og 2022.

- Auglýsing -

„Hér er fullt, nótt eftir nótt, svo við reynum að þrýsta á þessi máli fari í annan farveg. Því hér fá ekki allar rúm sem leiti hingað,“ segir Halldóra R. Guðmundsdóttir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -