Mánudagur 11. desember, 2023
0.8 C
Reykjavik

Örvinglaður Palestínumaður gaf sér á tal við Stefán: „Máttleysi manns er algjört í svona samtali“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Stefán Pálsson lýsti afar erfiðu samtali sem hann átti við Palestínumann fyrir framan Alþingi.

Stefán Pálsson, sem er annálaður friðarsinni en hann er allt í öllu hjá Samtökunum Hernarðarandstæðingar. Skrifaði hann Facebook-færslu um eitthvað sem hann kallaði „Hjartaskerandi atvik dagsins.“ Eiginkona hans, Steinunn Þóra Árnadóttir, er þingkona Vinstri grænna en þau borðuðu saman hádegismat í matsal Alþingis. Þegar hann kom út úr byggingunni vék að sér maður á svipuðu reki og Stefán en maðurinn hélt að Stefán væri í valdastöðu, þar sem hann var að koma úr þinghúsinu. Reyndist þetta vera örvinglaður fjölskyldufaðir frá Palestínu sem hér hefur hlotið alþjóðlega vernd. Fjölskylda hans, eiginkona og börn, eru hins vegar enn á Gaza, sem í augnablikinu er hreint helvíti á jörðu.

Eftir að hafa hlustað á manninn lýsa bjargarleysi sínu og fjölskyldunnar og stanslausum ótta við sprengjur Ísraelsmanna, sagði Stefán í færslunni að ekkert sé hægt annað en að sýna manninum samúð. „Máttleysi manns er algjört í svona samtali, þar sem það eina sem hægt er að gera er að leggja höndina á öxl viðkomandi og lýsa samúð. Djöfull er þetta allt ömurlegt.“

Færsluna má lesa í heild hér fyrir neðan:

„Hjartaskerandi atvik dagsins átti sér stað í hádeginu.

Ég hafði farið niður í þing í hádegismat þar sem við Steinunn vorum bæði á milli funda. Á leiðinni út var ég stöðvaður af manni sem veðjaði greinilega á að úr því að ég ætti leið út úr þinghúsinu væri ég mögulega í einhverri valdastöðu.
Hann reyndist þremur árum yngri en ég, en leit út fyrir að vera eldri. Hann sagði sögu sína á bjagaðri ensku og barðist allan tímann við tár og ekka. Sjálfur er hann búsettur á Íslandi og hefur fengið alþjóðlega vernd. Fjölskyldan er hins vegar á Gaza og hann sýndi myndir af konunni og börnunum sínum þremur, lýsti því hvernig þau hringdu í hann á hverju kvöldi og lýstu því hvað þau væru hrædd við sprengjurnar. Hann taldi upp fólkið sitt sem hefur fallið á liðnum dögum og vikum. Þetta var eins örvinglaður fjölskyldufaðir á fimmtugsaldri og hægt er að vera – gjörsamlega ráðþrota og spurði í sífellu hvort það væri ekki hægt að finna einhverja leið til að koma fólkinu hans frá Gaza?
Máttleysi manns er algjört í svona samtali, þar sem það eina sem hægt er að gera er að leggja höndina á öxl viðkomandi og lýsa samúð. Djöfull er þetta allt ömurlegt.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -