Fimmtudagur 25. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Össur endurgreiðir Vinnumálastofnun 20 milljónirnar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Össur hf. fylgir í fótspor Skeljungs og endurgreiðir Vinnumálastofnun þá upphæð sem starfsmenn fyrirtækisins hafa fengið greidda í hlutabætur á móti skertu starfshlutfalli. Fjárhagslega vel stæð fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleið ríkisstjórnarinnar hafa sætt gagnrýni.

Í fréttatilkynningu sem Össur hf. sendir frá sér í gær kemur fram að ákveðið hafi verið að hætta að nota hlutabótaleiðina og endurgreiða Vinnumálastofnun það fé sem runnið hefur til 165 starfsmanna félagsins á meðan þeir voru í hlutastarfi vegna kórónuveirufaraldursins.

Upphæðin sem um ræðir nemur um 20 milljónum króna og var hún greidd úr á tímabilinu 18.-30. apríl.

Í tilkynningunni er tekið fram að sala fyrirtækisins hafi minnka umtalsvert þegar ákveðið var að nýta hlutabótaleiðina.

„Ljóst var að þessi þróun myndi hafa mikil áhrif á fjárhagsstöðu fyrirtækisins og því var gripið til víðtækra aðgerða til að minnka bæði umsvif og kostnað. Þessar aðgerðir hafa haft áhrif á störf og starfshlutfall um 1.000 starfsmanna fyrirtækisins um allan heim, þar af 165 á Íslandi. Sú óvissa sem ríkt hefur um framtíðina hefði, án hlutabótaúrræðisins á Íslandi og sambærilegra mótvægisaðgerða í öðrum löndum, leitt til uppsagna hérlendis sem erlendis. Nú mánuði síðar er enn mikil óvissa, en merki eru um að markaðir fyrirtækisins séu að taka við sér á ný,“ segir m.a. í tilkynningunni.

Í henni er einnig tekið fram að á ákvörðun um arðgreiðslu vegna afkomu ársins 2019 var afgreidd áður en áhrif af COVID-19 faraldursins voru ljós. „Þá var kaupum á eigin bréfum hætt 17. mars, um mánuði áður en Össur nýtti sér úrræði stjórnvalda.“

- Auglýsing -

Í tilkynningunni segir einnig að forsvarsmenn Össurar séu stjórnvöldum þakklátir en sjái að óánægja ríkir í samfélaginu yfir því að vel stæð fyrirtæki hafi nýtt úrræði ríkisstjórnarinnar.

„Við erum stjórnvöldum hérlendis og erlendis afar þakklát fyrir aðgerðir sem hafa gert okkur kleift að viðhalda verðmætu ráðningarsambandi við okkar starfsmenn. Nú liggur fyrir að ekki er full samstaða hér á landi um að fyrirtæki nýti hlutabótaúrræðið. Það er okkur mikils virði að starfa í góðri sátt við samfélögin þar sem við störfum.“

Þess má geta að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur greint frá því að lögum um hlutabótaleiðina verði breytt í ljósi þess að vel stæð fyrirtæki hafa nýtt hana á móti skertu starfshlutfalli starfsmanna. Hún sagði ætlunina ekki hafa verið að vel stæð fyrirtæki myndu nýta sér þetta neyðarúrræði.

- Auglýsing -

Sjá einnig: Ekki ætlunin að vel stæð fyrirtæki myndu nýta úrræð

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -