Össur Skarphéðinsson fagnaði í gær 45 ára vináttuafmæli en vinkonan er ekki af sömu tegund og hann. Hún er skaldbaka.
Hinn fyrrum ráðherra Samfylkingarinnar birti ljósmynd af skaldbökunni Josephine í gær á Facebook og skrifaði eftirfarandi texta:
„Skjaldbakan Josephine hefur verið vinkona mín í nákvæmlega 45 ár! Við hittumst árlega, en stundum hefur hún verið í dvala á okkar fundum svipað og ýmsir gamlir samstarfsmenn mínir við Austurvöll voru gjarnan. Kona míns gamla prófessors tók hana í arf eftir ömmu sína og okkur telst til að hún sé um áttrætt“

Ljósmynd: Facebook
Aðspurður í athugasemdum hvar Josephine býr svaraði Össur því til að hún búi í kirkjuborginni Ely fyrir utan Cambridge.
Til gamans má geta þess að skjaldbökur sem þessar geta lifað í allt að 100-150 ár og því ljóst að vinátta þeirra Josephine og Össurar mun sennilega endast honum ævina.