Mánudagur 29. maí, 2023
9.1 C
Reykjavik

Össur og skjaldbökuvinkonan Josephine: „Okkur telst til að hún sé um áttrætt“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Össur Skarphéðinsson fagnaði í gær 45 ára vináttuafmæli en vinkonan er ekki af sömu tegund og hann. Hún er skaldbaka.

Hinn fyrrum ráðherra Samfylkingarinnar birti ljósmynd af skaldbökunni Josephine í gær á Facebook og skrifaði eftirfarandi texta:

„Skjaldbakan Josephine hefur verið vinkona mín í nákvæmlega 45 ár! Við hittumst árlega, en stundum hefur hún verið í dvala á okkar fundum svipað og ýmsir gamlir samstarfsmenn mínir við Austurvöll voru gjarnan. Kona míns gamla prófessors tók hana í arf eftir ömmu sína og okkur telst til að hún sé um áttrætt“

Josephine í öllu sínu veldi.
Ljósmynd: Facebook

Aðspurður í athugasemdum hvar Josephine býr svaraði Össur því til að hún búi í kirkjuborginni Ely fyrir utan Cambridge.

Til gamans má geta þess að skjaldbökur sem þessar geta lifað í allt að 100-150 ár og því ljóst að vinátta þeirra Josephine og Össurar mun sennilega endast honum ævina.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -