Mánudagur 5. júní, 2023
7.8 C
Reykjavik

Ostakassi MS 4.014 krónum dýrari heldur en sömu vörur stakar: „Kostnaðarverð er mun hærra“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Í færslu sem sveimar nú um víða á samfélagsmiðlum eru neytendur varaðir við kaupum á ostakössum frá MS, sem eru nú víða til sölu fyrir jólin. Sá ostakassi sem um ræðir var keyptur í Nettó á dögunum.

Um er ræða kassa merktan númerinu „5“. Athugull neytandi skoðaði innihaldið í kassanum og fann síðan allar vörurnar stakar í verslun Nettó. Fann hann það út að ef vörurnar væru keyptar stakar myndu þær samtals kosta 5.485 krónur, á meðan kassinn með sömu vörum kostar 9.499 krónur.

Það er því 4.014 krónum dýrara að kaupa sömu vörurnar saman í kassanum í Nettó.

„Fann reyndar ekki nákvæmlega sömu bláberjasultu og er í kassanum en þessi sem ég set í þennan útreikning er helmingi stærri. Annars fann ég allar aðrar vörur nákvæmlega sömu og eru í kassanum og er þetta verðið á þeim.“

Í svari Gísla Tryggva Gíslasonar, forstöðumanns stafrænnar tækni hjá Nettó/Samkaupum, við fyrirspurn blaðamanns Mannlífs segir að forsvarsmenn Nettó hafi þegar skoðað málið og taki ábendingunni alvarlega.

„Niðurstaðan er að kostnaðarverð er mun hærra en vörurnar sem eru í kassanum á útsöluverði okkar en við höfum áður fyrr ekki mælt innihaldið í körfunum og treyst að verðlagið til okkar sé í takt við það sem við fáum á einingunum.

- Auglýsing -

Þar sem við náum því miður ekki að selja ostakörfuna á því verði sem myndi endurspegla verðlagið rétt vegna kostnaðarverðs þá munum við að taka þær úr sölu.“

Gísli segir ennfremur að verslanir Nettó og Samkaupa hafi þegar hafið vinnu við að útvega kassa og körfur fyrir viðskiptavini, svo þeir geti útbúið sínar eigin gjafakörfur í verslununum.

„Við erum ávallt þakklát fyrir ábendingar til þess að geta bætt okkur og þökkum viðskiptavinum okkar kærlega fyrir að hafa bent á þetta,“ segir Gísli að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -