2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

„Ótrúlega galið“ að kampavín beri lægri gjöld en bjór

Framleiðendur íslensks handverksbjórs þrýsta á stjórnvöld um lækkun áfengisgjalds á bjór sem er 20 krónum hærra en á léttvíni. Þau segja fyrirkomulagið galið og að það íþyngi innlendum framleiðendum.

 

Áfengisgjald leggst misþungt á áfenga drykki eftir tegundum. Hæsta gjaldið er lagt á sterkt vín, næsthæsta gjaldið á bjór og það lægsta á léttvín. Innlendir bjórframleiðendur segja þetta fyrirkomulag ótækt og vilja að lagaumhverfið verði endurskoðað.

„Fyrsta skrefið ætti auðvitað að vera að lækka áfengisgjöld á bjór niður á sama stig og er hjá léttvínum. Ekki síst til að styðja við bakið á innlendri framleiðslu. Það myndi muna gríðarlega miklu fyrir okkur,“ segir Sigurður Pétur Snorrason, stofnandi RVK Brewing Company og formaður Samtaka íslenskra handverksbrugghúsa í viðtali við Morgunblaðið sem fjallar um málið. Hann segir umhverfi áfengisgjalda mjög íþyngjandi fyrir innlenda framleiðendur. „Hér er mun erfiðara að framleiða metnaðarfulla handverksbjóra enda eru þeir gjarnan með hærri áfengisprósentu.“

Agnes Anna Sigurðardóttir, stofnandi og einn eigenda Kalda, er á sama máli. „Að kampavín og fleiri vinsælir drykkir beri lægri gjöld en bjór er ótrúlega galið. Sérstaklega þar sem við erum ekki að framleiða neitt léttvín á Íslandi en erum mjög sterk í bjórframleiðslu.“

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum