Fimmtudagur 25. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Óttast að hungursneyð dragi marga til dauða

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mannlíf ræðir við nokkra Íslendinga sem búa erlendis um upplifun þeirra á tímum COVID-19 en næstum fjórir milljarðar, eða meira en helmingur jarðarbúa, hafa sætt einhvers konar útgöngubanni eða takmörkunum á ferða- og samkomufrelsi í 90 löndum á meðan faraldurinn geisar.

Guðmundur Tryggvason hefur búið í Panglao Bahol á Filippseyjum síðastliðin 12 ár og kennir köfun. Hann segir að reglur stjórnvalda vegna COVID-19 faraldursins breytist mörgum sinnum á dag. „Ég flaug frá Melbourne í Ástralíu með síðasta fluginu til Filippseyja 14. mars og hef verið hér heima síðan þá. Lífið hérna er yfirleitt mjög gott, þótt reglur breytist stundum mörgum sinnum á dag. Það sem var samþykkt fyrir hádegi og gefið út getur verið úrelt klukkan 17. Svona hefur þetta verið síðustu vikurnar en það hefur ekki pirrað mig mikið.“

Hann segir að fyrstu þrjár vikurnar hafi gilt strangar reglur um hver geti verið úti, hvenær og hvers vegna og nú þurfi fólk sérstakan sóttkvíarpassa til að komast ferða sinna. Mjög víða séu eftirlitsstöðvar með herlögreglu sem skoði passa og skilríki þeirra sem fara í gegn. Hvorki sé siglt né flogið á milli eyjanna.

„Það hefur aðeins verið slakað á útivistarreglum þótt útgöngubann gildi til 31. maí og því miður virðir fólk þær ekki alltaf. Búðir hafa verið opnaðar og flestir komnir til vinnu aftur. Ég óttast að margfalt fleiri deyi úr hungri hér heldur en af völdum COVID-19. Fólk hefur ekki haft vinnu í margar vikur og margar fjölskyldur eru í vandræðum. Það er neyðaraðstoð fyrir hendi, en bara í mjög litlu magni fyrir flestar fjölskyldur. Það sem hefur auðveldað okkur íbúunum lífið er að ekkert COVID-19 tilfelli hefur komið upp.“

Lestu öll viðtölin í helgarblaðinu Mannlíf.

Lesa Mannlíf

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -