Fimmtudagur 18. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

Óvenjulegt listaverkefni fjölskyldu í Mosfellsbæ: „Sætindi og listrænt frelsi eru allsráðandi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjölskylda í Mosfellsbæ vinnur nú að óvenjulegu listaverkefni. Undanfarin ár hafa þau Sigurður, Nicole og börnin þeirra tvö unnið að því að skapa undraheiminn Bonís þar sem „sætindi og listrænt frelsi eru allsráðandi.“

„Hugmyndin að Bonís – eða „orlofs” – verkefninu eins og þau kölluðu það í upphafi, kviknaði þegar Sigurður tók feðraorlof með fyrsta barninu þeirra, Felix. Í hvert sinn sem Felix tók hádegislúrinn skissaði pabbi hans myndir af honum og fyrsti karakterinn í Bonís heiminum varð til. Eftir að hafa skissað í sex mánuði var næsta skref tekið og búin til skúlptúr af höfðinu á karakternum. Þessi skúlptúr varð svo grunnur fyrir fyrstu fullgerðu Bonís myndirnar. Þremur árum seinna fæðist Miriam og vinna hofst við að búa til karakter byggðan á henni. Síðan þá hafa Sigurður og fjölskylda skapað tugi mynda, tekið þátt í fjölda listasýningum, hópfjármagnað framleiðslu á 300 Bonís bollum og sett upp vefverslun með hinum ýmsa Bonís varningi.

Fjölskyldan ákvað að gefa út uppskriftarbók en þar má finna þrjátíu eftirrétta uppskriftir sem allar innihalda íslenskt skyr. Bókin er myndskreytt með listrænum hætti sem gefur henni ævintýralegan blæ.
Hópjármögnun á útgáfu bókarinnar stendur nú yfir á Karolina Fund.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -