2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Óvissustigi almannavarna lýst yfir vegna veðurs

Ríkislögreglustjóri lýsir yfir óvissustigi almannavarna fyrir allt landið vegna veðurs á morgun, föstudag.

Ákvörðunin er tekin í samráði við alla lögreglustjóra landsins og í samræmi við veðurspá Veðurstofu Íslands, sem spáir aftakaveðri með appelsínugulum veðurviðvörunum um allt land.

Flugi aflýst og mögulegar rafmagnstruflanir 

Á vef lögreglunnar er fólk þá hvatt til að vera ekki á ferli að óþörfu á veður gengur yfir. Þá eru umráðamenn báta og skipa í höfnum hvattir til að huga að fleyum sínum og tryggi þau svo sem hægt er sökum hárrar sjávarstöðu og áhlaðanda.

AUGLÝSING


Öllu inn­an­lands­flugi bæði með Air Ice­land Conn­ect og Flug­fé­lag­inu Erni hef­ur verið af­lýst á morg­un vegna óveðurs.

Neyðar­stjórn Landsnets hef­ur þá lýst yfir óvissu­stigi vegna veðursins á morgun. Í Facebook-færslu Landsnets segir að búast megi við „margháttuðum truflunum“ á rafmagni á morgun.

Þá má búast má við að margar ferðir Strætó falli niður á landsbyggðinni.

Sjá einnig: Má búast við ofsaveðri

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum