Þriðjudagur 5. desember, 2023
3.1 C
Reykjavik

Óvíst hvað verður um ökufantinn á Hverfisgötu: „Ekki til eftirbreytni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Óvíst hvað verður um ökufantinn á Hverfisgötu.

Í síðustu viku fjallaði Mannlíf um myndband sem Bragi Gunnlaugsson birti á Twitter. Myndbandið sýnir skelfilega hegðun bílstjóra bifreiðar sem keyrir tugi metra á hjólreiða- og göngustíg við Hverfisgötu. Mannlíf hafði samband við lögregluna til að spyrjast fyrir um hvernig yrði tekið á þessu máli.

„Ekki til eftirbreytni,“ svaraði Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar, þegar hann var spurður hvað honum þætti um þessa hegðun.

Í myndbandinu sést númer bílsins mjög skýrt og væri auðvelt fyrir lögregluna að hafa upp á viðkomandi. Árni sagði að lögreglan gæti ekki tjáð sig um einstök mál þegar hann var spurður hvort að lögreglan myndi bregðast við myndbandinu á einhvern máta.

Nokkur umræða hefur verið hjá reiðhjólafólki í gegnum árin að lögreglan bregðist ekki við því þegar henni séu send myndbönd af lögbrotum bílstjóra. „Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tekur við fjölmörgum kærum á hverju ári. Í sumum tilvikum fylgja upptökur með en í öðrum ekki. Ef kæra bendir til refsiverðrar hegðunar og málsgögn bera með sér að eitthvað sé til í því og upplýsingar sem fylgja þess eðlis að hægt sé að skoða málið frekar, þarf í framhaldi að taka málið til rannsóknar eins og hvert annað sakamál. Að því loknu yfirfer ákærusvið Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsóknargögn og tekur ákvörðun um saksókn,“ svaraði Árni þegar hann var spurður út í þessa gagnrýni.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -