Fimmtudagur 25. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Pælingar Heimis: „Lífið á Ís­landi ætti al­­mennt að vera mun betra og ekki síst auð­veldara“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Út­varps­maður landsþekkti Heimir Karls­son, setti saman pistil á Facebook-síðu sinni þar sem hann veltir fyrir sér ástandinu á Íslandi í dag:

„Þetta er EKKI skrifað til höfuðs einum né neinum. Ekki til höfuðs einum né neinum stjórn­­mála­­flokki eða valda­­mönnum undan­farin ár eða ára­tugi. Þetta eru að­eins vanga­veltur um stöðuna hér og hvort við sem þjóð, höfum verið á leið í ranga átt lengi og hvort við séum enn á þeirri leið!“

Bætir við:

„Fyrir um það bil 10 árum, sótti ég hinar fal­­legu Fær­eyjar heim. Þar átti ég spjall við fyrrum hátt­­settan em­bættis­mann. Talið barst að Ís­landi. Hann velti fyrir sér hvers vegna gengi alltaf svona illa á Ís­landi, þegar landið hefur upp á allar þessa auð­lindir að bjóða. Hann taldi upp eftir­­farandi:

Fiskurinn í sjónum. Land­búnaðurinn. Jarð­hitinn. Drykkjar­vatnið. Árnar sem færa okkur raf­­­magnið. Nefndi svo ál­­fram­­leiðsluna sem ætti að færa okkur sem þjóð miklar tekjur. Eftir þessa upp­­talningu spurði hann mig; með allar þessar auð­lindir og ekki fjöl­­mennari þjóð, hvers vegna gengur alltaf svona illa hjá ykkur?“ ritar Heimir;

„Þessar vanga­veltur hafa setið í mér síðan og nú, um 10 árum síðar, þegar ferða­­þjónustan hefur fært okkur enn meiri tekjur, lax­eldið, gagna­verin og fleira hafa bæst við, erum við enn á sama stað ef ekki verri. Heil­brigðis­­kerfið er undir­­fjár­­magnað og við heyrum sögur af því í hverri viku. Það vantar lækna, það vantar hjúkrunar­­fræðinga o.s.frv.. Sam­­göngu­­málin hafa verið undir­­fjár­­mögnuð og hefur verið rifist um það í mörg ár. Mennta­­málin eru langt frá því á góðum stað og hafa verið lengi og hefur verið deilt um það í mörg ár. Frá leik­­skóla og upp úr. Fé­lags­­kerfið undir­­fjár­­magnað frá því ég man eftir mér og t.d. allt­of margir ör­yrkjar og elli­líf­eyris­þegar lifa við mjög slæm kjör. For­eldrar fatlaðra og veikra barna fá ekki þá að­­stoð sem þau ættu að fá. Lög­reglan undir­­fjár­­mögnuð í ára­raðir. Land­búnaðar­­málin í ó­­­lestir þar sem t.d. margir bændur sjá ekki fram úr vanda­­málunum.

- Auglýsing -

Heimir segir listinn geta verið mun lengri:

„Miðað við þær auð­lindir sem við eigum og nokkuð mikla skatt­heimtu hér, bæði af ein­stak­lingum og fyrir­­­tækjum, þá finnst mér, eins og em­bættis­manninum fyrr­verandi í Fær­eyjum, að okkur ætti að ganga miklu betur og lífið á Ís­landi ætti al­­mennt að vera mun betra og ekki síst auð­veldara. Með allar þessar auð­lindir og að­eins 380 þúsund. Hvers vegna stöndum við okkur ekki betur? Hvers vegna er lífið á Ís­landi ekki betra/auð­veldara? Stóra spurningin er því sú. Hvað höfum við verið að gera rangt?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -